11.11.05

Götun
Áðan þá fór ég í sund. Það er ekkert sérlega gaman að fara í sund í Danmörku. Þetta eru innilaugar og engir heitir pottar. Ef þeir eru þá er einhver hallærisleg regla um að maður má vera ofaní í 10 mín. og svo má enginn vera ofaní í næstu 10 mín. því vatnið þarf að hreinsast. Merkilegt!
En ég fór ekki alveg í sund. Ég fór bara í sturtu-, sánu- og gufubað. Voðalega gott.
Nema hvað að ég stend þarna í sturtunni og er að baða mig, gengur þá ekki einn maður framhjá. Það er nú ekkert óvanalegt að það séu fleiri í sturtuklefanum. En þessum manni fylgdi svona "klink klink" hljóð í hverju skrefi, eins og hann væri með spora. Ég þurrkaði sápuna framan úr mér og vildi vita hvort maðurinn væri líka með kávbojhatt og skammbyssu. Onei. En aftur á móti þá hafði hann tvo afar stóra og volduga hringa í typpinu á sér, sem öllu þessum hljóðum.
Mér varð hugsað til þeirrar þjáningar sem maðurinn hefur gengið í gegnum við að fá þessa málmklumpa í tyllan á sér. Einnig velti ég því fyrir mér hver gerir svona lagað, þeas. hver framkvæmir svona göt. Það hlýtur að vera sérstakt starf.
......
Kúnninn kemur inn.
Kúnni: "Góðan daginn, gatarameistari."
Gatarameistari: "Góðan daginn, kúnni."
Kúnni: "Ég var að spá í að fá mér tvo stóra hringa, framarlega á typpið mér. Áttu einhverja?"
Gatarameistari: "Já, ég á einmitt tvo góða hringa handa þér. Þeir eru úr burstuðu stáli. Hérna, kíktu á þessa."
Kúnni: "Já...hmmm...ég var nú meira að spá í svolítið stærri hringa. Áttu ekki einhverja sem eru aðeins þyngri og meiri um sig?"
Gatarameistari: "hmm...þá verðurðu að koma með mér hérna bakvið..."
Kúnninn fer með gatarameistaranum inn í bakherbergið.

etc etc etc...
......

Ég passaði mig á að missa ekki sápuna og ekki fara einn með þeim gataða inn í gufuna.

Engin ummæli: