21.11.05

"Ferðalag, ferðalag, förum í ferðalag"
Á morgun er förinni heitið til Spánar, enn eina ferðina gæti einhver haft af orði.
Við fórum í sumar til suður Spánar, og vorum þar í 3 vikur. Núna erum við að fara þangað aftur.
Við fljúgum frá Tirstrup (Århus lufthavn) til London og svo þaðan til Granada. Þar leigjum við bíl frá Helli Hollis og keyrum niður í smábæ rétt hjá Motril. Þar erum við búin að leigja hús og ætlum að vera þarna í eina viku.
Vinir okkar Loa og Rasmus og feita dóttir þeirra, Mira, ætla að koma með. Þetta var eiginlega þeirra hugmynd. Þau þekktu einn sem á húsið og svo fundu þau ódýrar ferðir.
Allt í allt kostar þetta 2.000 d.kr pr/mann!
Hola!

p.s. af hvaða barnaplötu er titillinn á þessari færslu komin?

Engin ummæli: