21.11.05

"Ferðalag, ferðalag, förum í ferðalag"
Á morgun er förinni heitið til Spánar, enn eina ferðina gæti einhver haft af orði.
Við fórum í sumar til suður Spánar, og vorum þar í 3 vikur. Núna erum við að fara þangað aftur.
Við fljúgum frá Tirstrup (Århus lufthavn) til London og svo þaðan til Granada. Þar leigjum við bíl frá Helli Hollis og keyrum niður í smábæ rétt hjá Motril. Þar erum við búin að leigja hús og ætlum að vera þarna í eina viku.
Vinir okkar Loa og Rasmus og feita dóttir þeirra, Mira, ætla að koma með. Þetta var eiginlega þeirra hugmynd. Þau þekktu einn sem á húsið og svo fundu þau ódýrar ferðir.
Allt í allt kostar þetta 2.000 d.kr pr/mann!
Hola!

p.s. af hvaða barnaplötu er titillinn á þessari færslu komin?

15.11.05

Hér & Nú
Núverandi :
tími- 22:37 að dönskum tíma

föt- nike bolur frá Svanhvíti og mjúkar joggingbuxur (heimaföt)

skap- fínt takk

hár- nei...ekki síðan ég var 18 ára

pirringur- aðeins í stóru tánni

lykt- CK One

hlutur sem þú ættir að vera að gera- höhömmm...þið viljið ekki vita það...

skartgripir- nei

áhyggja- smá yfir fyrirlestrinum á fim. og fös.

löngun- í Hammond B3

ósk- alheimsfriður (hvað annað?)

farði- gvöð já! fullt af meiki og sparsli

eftirsjá- til hvers?

vonbrigði- já já...t.d. yfir að bréfið fína frá USA var ekki pöntun frá feitum ríkisbubba

skemmtun- HAAALÓÓÓÓ! það eru jól framundan!

ást- Allt fult af ást, eins og Páll Óskar söng

staður- Brammersgade 7, 2.sal II, inni í stofunni.

bók- Nokkrar...Bróðir minn Ljónshjarta (á sænsku) og A short history of nearly everything og slatti af námsbókum

bíómynd- var að horfa á Sin City...ekkert spes, en flott mynd samt. Langar að sjá nýju Harry Potter...svo er Debby does Dallas alltaf góð.

íþrótt- hleyp við og við

tónlist- ha? ég er með banana í eyrunum!

lag á heilanum- ekkert ennþá...en vakna oft með eitt slíkt

blótsyrði- rassgat, rækallinn

msn manneskjur- úff! margar! aðallega systa og Hugi

desktop myndir- vatn í baðkarinu hans Huga, ekki spyrja hvernig það komst þarna inn, en það er mjög flott!

áætlanir fyrir kvöldið- stefnan er tekin í bólið, þar sem mín kærasta liggur nú.

manneskja sem ég er að forðast- engin sérstök

dót á veggnum- spegill, sem Stina notar þegar hún æfir sig

Þeir sem nenna þessu meiga gjöra svo vel og prófa.

11.11.05

Götun
Áðan þá fór ég í sund. Það er ekkert sérlega gaman að fara í sund í Danmörku. Þetta eru innilaugar og engir heitir pottar. Ef þeir eru þá er einhver hallærisleg regla um að maður má vera ofaní í 10 mín. og svo má enginn vera ofaní í næstu 10 mín. því vatnið þarf að hreinsast. Merkilegt!
En ég fór ekki alveg í sund. Ég fór bara í sturtu-, sánu- og gufubað. Voðalega gott.
Nema hvað að ég stend þarna í sturtunni og er að baða mig, gengur þá ekki einn maður framhjá. Það er nú ekkert óvanalegt að það séu fleiri í sturtuklefanum. En þessum manni fylgdi svona "klink klink" hljóð í hverju skrefi, eins og hann væri með spora. Ég þurrkaði sápuna framan úr mér og vildi vita hvort maðurinn væri líka með kávbojhatt og skammbyssu. Onei. En aftur á móti þá hafði hann tvo afar stóra og volduga hringa í typpinu á sér, sem öllu þessum hljóðum.
Mér varð hugsað til þeirrar þjáningar sem maðurinn hefur gengið í gegnum við að fá þessa málmklumpa í tyllan á sér. Einnig velti ég því fyrir mér hver gerir svona lagað, þeas. hver framkvæmir svona göt. Það hlýtur að vera sérstakt starf.
......
Kúnninn kemur inn.
Kúnni: "Góðan daginn, gatarameistari."
Gatarameistari: "Góðan daginn, kúnni."
Kúnni: "Ég var að spá í að fá mér tvo stóra hringa, framarlega á typpið mér. Áttu einhverja?"
Gatarameistari: "Já, ég á einmitt tvo góða hringa handa þér. Þeir eru úr burstuðu stáli. Hérna, kíktu á þessa."
Kúnni: "Já...hmmm...ég var nú meira að spá í svolítið stærri hringa. Áttu ekki einhverja sem eru aðeins þyngri og meiri um sig?"
Gatarameistari: "hmm...þá verðurðu að koma með mér hérna bakvið..."
Kúnninn fer með gatarameistaranum inn í bakherbergið.

etc etc etc...
......

Ég passaði mig á að missa ekki sápuna og ekki fara einn með þeim gataða inn í gufuna.

2.11.05

Viðtalið
Það varð ekkert af viðtalinu við rektorinn, ég ræddi bara við hann.
Afhverju?
Á laugardaginn síðasta var nefnilega flutt verk eftir mig á hátíð í skólanum sem kallast Global Local. Á þessari hátíð var spiluð músík eftir tónskáld sem tengdust skólanum. Verkið Morrk eftir sjálfan mig ("hvernig finnst ykkur ég?") var spilað, og gekk það glimrandi vel. Sennilega besti flutningur á því verki hingað til. Verkið er fyrir 7 gítara og nikku.
En það var ekki umræðuefni okkar rektors. Onei.
Við ræddum nefnilega um verkið sem kom á eftir mínu verki. Það voru bara þrjú verk á dagskrá og mitt var í miðjunni.
Að mínu mati voru fyrstu tvö verkin bara ansi ágæt, enda það fyrsta eftir Karl Aage Rasmusen (fyrrv. kennarinn minn) og svo s.s. það annað eftir mig.
Þriðja verkið samdi svo píanisti nokkurn, sem stundar píanónám á 4.ári í skólanum.
Það verk var með eindæmum lélegt. Uppbygging eða formun verksins var nánast engin, stíllinn var leiðinlegur (pers.mat að sjálfsögðu) og illa gert innan þessa stíls, hljóðfæranotkun var afar óspennandi og illa samansett og flutningurinn var óstjórnlega lélegur.
Og öllum herlegheitunum stjórnaði svo rektorinn okkar.
Mér varð illt í líkama og sál.
Ég pantaði mér viðtalstíma við rektor og spurði hann hvernig í ósköpunum á þessu stæði. Fátt varð um svör, en eitt er víst að hann og skipuleggjandi hátíðarinnar tóku nokkurnveginn í sama streng, varðandi þetta verk.
Ég gerði þeim ljóst að ég hefði misst allt álit mitt á þeim og á skólanum, en sem betur fer höfðu aðrir tónleikar verið seinna ,sama dag, þar sem þeir tveir tóku þátt í flutningi og var það mun betra. Það reddaði nokkuð þeirra mannorði.
Þeir lofuðu að passa upp á að gera ekki svona flopp héðan í frá.