21.10.05

...sjö tunnur rauðagulls
Hildigunnur kitlaði mig:

sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
lifa hamingjusamlegu lífi
reyna að gera allt sem ég geri eins vel og ég get
lesa Halldór Kiljan Laxness complete
horfa sem minnst á innihaldssnautt sjónvarpsefni
spila eitthvað af orgelmúsík eftir Brahms
klappa hjúkkunum á rassinn
búa í húsi langt frá öðrum húsum, og eiga dýr (kanínur, hænsn, kött, hund, endur oþh)

sjö hlutir sem ég get:
blístrað eins og Roger Whittaker
lagað gott kaffi
samið ljóð og fengið það útgefið
gert "u" með tungunni
skrifað á lyklaborð án þess að kíkja á það
keyrt lyftara
unnið við sorpböggunarvélarnar Helgu og Lindu í Sorpu

sjö hlutir sem ég get ekki:
farið í kollnís
munað stundatöflur, æfingaplön eða önnur tímaplön
sungið lagið "I Danmark er jeg født"
farið með trúarjátninguna án þess að ljúga
haft óreiðu í bakpokanum mínum
haft sorgarrendur undir nöglunum
sungið í falsettu

sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
geta fætt barn...jafnvel nokkrum sinnum
hafa næstum helmingi fleiri taugaenda í kynfærum sínum en við karlmenn
ótrúlega flókinn hugsunarháttur og kunnátta í að (mis)skilja hvað er sagt við þær
geta þeirra til að fæða afkvæmi sín
þær lykta yfirleitt vel
falleg dreifing fituvefs
raddbönd þeirra

sjö þekktir sem heilla:
Audrey Tautou, Amélie
Konan sem lék nunnuna í ensku þáttaröðina um nunnuna...
Kate Winslet
Uma Thurman
Lucy Liu, þessi sem leikur í KillBill og Charlie's Angel
Nicole Kidman
Tina Nordström, sænski kokkurinn

sjö orð/setningar sem ég segi oft:
mojn (hæ og bless á suðurjósku)
schubert! (í staðinn fyrir súper)
húbla (gleðihróp)
rassgat
rækallinn
Ha? (danir skilja því miður ekki "Ha" sem "fyrirgefðu hvað sagðirðu?")
"Nej, Es-dur ikke As-dur" (það er nánast enginn munur á þessum hljómaheitum á dönsku)

sjö hlutir sem ég sé núna:
Power Book tölvan mín
espresso kaffibolli
steinflaga sem Hilmar og Nína gáfu mér
gula Bumling ljósakrónan mín
græjurnar mínar
hvít gæran, sem er í stólnum, sem ég sit í
rafpíanóið hennar Stinu

Engin ummæli: