31.10.05

The Fool On The Hill
Þetta er afar fyndið.

Innan skamms mun ég birta örviðtal við rektor Det Jyske Musikkonservatorium.

24.10.05


Hr. Kitli
Úbbs...gleymdi að kitla nokkra aðra, þannig að hér kemur kitllistinn:
Bryndís fyrrv.sambýliskona, Halldóra, Hugi, Jón Knútur, Olla litla skólausa, Orri Smára og Siggi Óla.
Þessir aðilar eiga það allt saman sameiginlegt að koma frá Neskaupstað.

21.10.05

...sjö tunnur rauðagulls
Hildigunnur kitlaði mig:

sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
lifa hamingjusamlegu lífi
reyna að gera allt sem ég geri eins vel og ég get
lesa Halldór Kiljan Laxness complete
horfa sem minnst á innihaldssnautt sjónvarpsefni
spila eitthvað af orgelmúsík eftir Brahms
klappa hjúkkunum á rassinn
búa í húsi langt frá öðrum húsum, og eiga dýr (kanínur, hænsn, kött, hund, endur oþh)

sjö hlutir sem ég get:
blístrað eins og Roger Whittaker
lagað gott kaffi
samið ljóð og fengið það útgefið
gert "u" með tungunni
skrifað á lyklaborð án þess að kíkja á það
keyrt lyftara
unnið við sorpböggunarvélarnar Helgu og Lindu í Sorpu

sjö hlutir sem ég get ekki:
farið í kollnís
munað stundatöflur, æfingaplön eða önnur tímaplön
sungið lagið "I Danmark er jeg født"
farið með trúarjátninguna án þess að ljúga
haft óreiðu í bakpokanum mínum
haft sorgarrendur undir nöglunum
sungið í falsettu

sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
geta fætt barn...jafnvel nokkrum sinnum
hafa næstum helmingi fleiri taugaenda í kynfærum sínum en við karlmenn
ótrúlega flókinn hugsunarháttur og kunnátta í að (mis)skilja hvað er sagt við þær
geta þeirra til að fæða afkvæmi sín
þær lykta yfirleitt vel
falleg dreifing fituvefs
raddbönd þeirra

sjö þekktir sem heilla:
Audrey Tautou, Amélie
Konan sem lék nunnuna í ensku þáttaröðina um nunnuna...
Kate Winslet
Uma Thurman
Lucy Liu, þessi sem leikur í KillBill og Charlie's Angel
Nicole Kidman
Tina Nordström, sænski kokkurinn

sjö orð/setningar sem ég segi oft:
mojn (hæ og bless á suðurjósku)
schubert! (í staðinn fyrir súper)
húbla (gleðihróp)
rassgat
rækallinn
Ha? (danir skilja því miður ekki "Ha" sem "fyrirgefðu hvað sagðirðu?")
"Nej, Es-dur ikke As-dur" (það er nánast enginn munur á þessum hljómaheitum á dönsku)

sjö hlutir sem ég sé núna:
Power Book tölvan mín
espresso kaffibolli
steinflaga sem Hilmar og Nína gáfu mér
gula Bumling ljósakrónan mín
græjurnar mínar
hvít gæran, sem er í stólnum, sem ég sit í
rafpíanóið hennar Stinu

18.10.05

Carlsberg
Ef maður tekur rútuna frá Árósum til Kaupmannahafnar, þá er Valby einasta stoppistöðin í höfuðborginni. Valby var á sínum tíma lítill bær fyrir utan Kaupmannahöfn, en er nú samtengdur við borgina.
Í Valby stendur gamla hjólið hennar Stinu. Við notum það þegar við erum í stórborginni, sem er ansi oft, þar sem að ég er að stjórna þessum kór og Stina tekur einkatíma í söng.
Á leiðinni frá Valby niður í bæ hjólar maður framhjá Carlsberg brugghúsinu (húsunum ætti maður kannski frekar að segja). Byggingarnar eru fallegar og það er alltaf gaman að sjá fílana tvo (skúlptúr sem heldur einhverju húsinu uppi. Þeir sem hafa séð Elefant bjórinn vita hvað ég er að tala um).
Nema hvað að þarna er líka safn, Carlsberg safnið. Oft hef ég verið að pæla í að fara inn, og í dag lét ég verða af því.
Skemmtilegt safn sem endaði með stuttri heimsókn á barinn þeirra. Þar gat maður svo fengið að smakka allt það sem Carlsberg framleiðir, en þó aðeins 2 bjórar fríir.
Skemmtilegt safn fyrir bjóráhugafólk.
Hérna sendi ég litla kveðju úr safninu.

11.10.05

Afmeyjaður
Þá er fyrsta kóræfingin mín með Stöku búin. Þetta var bara þrælgaman. Hlakka til að koma aftur til Kaupmannahafnar á næsta þriðjudag og leika mér meira með þeim.
Framundan er 5-tíma svefn og svo hjóla upp í Valby til að taka rútuna heim.

10.10.05


...og konan hans!
FJANDAKORNIÐ!
Það voru tvær konur í fylgd med Elvis, þegar hann kom út af veitingahúsinu. Svo er ég að lesa núna á Wikipedia að hann er giftur Diana Krall. Hún hefur örugglega verið önnur þessara kvenna!
Asnagangur að hafa ekki kynnt sig fyrir þeim!

Elvis is alive!
Áðan hjólaði ég framhjá Declan Patrick Aloysius MacManus!
Hann var að koma út af veitingahúsinu "Grønne Hjørnet".
Merkilegt!

6.10.05

Leyndó
Jæja, þá má ég segja það.
Héðan í frá megið þið kalla mig Maestro Arason. Ég hef nefnilega tekið það að mér að stjórna kór.
Kórinn sá heitir Staka. Alveg einstakur kór (hjé hjé hjé).
Þetta er kór sem starfar í Kaupmannahöfn. Guðný Einarsdóttir, öðlingur og listamaður, stjórnar kórnum núna, en hún ætlar að hætta því eftir áramótin sökum anna.
Ég hlakka mikið til að spreyta mig á þessu.

Í dag er ég skeggjaður og með mjúka hárbrodda á hausnum, þeas. á því svæði sem ég er ekki sköllóttur.

3.10.05

27
Ég á afmæli 27. júní.
Ég er 27 ára því ég fæddist nítjánhundruð7tíuogátta.
2+7=níu/þremur=þrír
Níu er sex á hvolfi.
Þrír er heilög tala (heilög þrenning).
7 er heilög tala.
2*7=fjórtán.
"Fjórtán" er fallegt orð og góð slétt tala.
2*2=4
7*7=49
Fjórir+fjörutíuogníu=fimmtíuogþrír
fimm+þrír=átta
Átta er brún og feit tala.