19.9.05

Perversjón
Um daginn skrifaði ég tvö, afar fallega hjómandi, orð:
kokigami,
okulolingus.
Engin kom með komment.
Kokigami er þegar menn hafa þörf fyrir að pakka getnaðarlim sínum inn í pappírsfígurur, og æsast kynferðislega við það.
Okulolingus held ég að þýði tunga-auga. S.s. sá sem verður kynferðislega æstur við að sleikja auga náunga síns er okulolingus.
Í gær sá ég brot úr amerískum heimildarþætti um "feeder" eða fæðara.
Þeir sem eru fæðarar, laðast einvörðungu að offeitu fólki og vilja helst gera þau svo feit að þau geta ekki hreyft sig, og verði þ.a.l. algjörlega háð fæðaranum. Fæðarinn fær "kick" við það að vera ómissandi.
Myndin í gær fjallaði um mann sem gerði konuna sína svo feita að hún hætti að geta fært sig úr stað. Hún varð 300 og eitthvað kíló. Hann gerði kvikmynd um hennar síðasta "göngutúr". Og svo hélt hann áfram að gera myndir um hana á meðan hún var algjörlega ófær um að hreyfa sig. Hann seldi síðan þessar myndir. Það var góð sala í þessu. Hann notaði þessar myndir líka til að örva sig kynferðislega. Konan hans var svo feit að ysta fitulagið á lærunum á henni var orðið svart af blóðleysi. Maðurinn hennar var svo stolltur og þótti konan sín svo falleg. Konan komst í Heimsmetabók Guinnes í 2001 útgáfunni.
Konan ákvað að þetta gengi ekki lengur, því það var hætta á að hún fengi hjartaáfall. (!) Hún fór í magaopsaðgerð, og hún léttist. Varð á milli 150-200 kg. Maðurinn hennar tók því afar illa. Hann hætti að hafa eins mikinn áhuga á henni. Það leiddi nánast til skilnaðar.
Myndin endaði á því að maðurinn var inni í fokheldu húsi sem hann var að byggja fyrir konuna sína. Húsið var sniðið að stærð hennar. Dyrnar voru stærri. Herbergin voru stærri. Útsýnið úr svefnherberginu var fallegt, og varð það að vera svo því þetta var herbergið sem konan myndi nota mest. Hún gat ekki annað en legið í rúminu sínu.

Ég segi nú bara eins og Þór & Daníel í Dalalíf:
Furðulegur kaupfélagsstjóri!

Engin ummæli: