9.9.05

Nýtt gullaldarskeið framundan í efnahagslífi Dana?
Var að lesa þessa frétt á mbl.is.
Hljómar vel, en er ekki bara búið að færa peningana á einn stað? Til þeirra sem eru í rekstri...til þeirra sem skapa peninga sjálfir? Til þeirra sem búa til þessar tölur?
Allavega hefur verið ótrúlega mikill niðurskurður í öllu sem flokkast til umönnunar og menntunar síðan ég kom hingað.
Það eru t.d. skólar hér í borg, þar sem að nemendurnir hafa ekki pláss til að hafa skólatöskurnar sínar inni í stofunni og kennarinn hefur ekkert borð til að sitja við.
Það verður spennandi að fylgjast með þessu gullaldarskeiði.

Engin ummæli: