17.9.05


Hjólreiðar í Reykjavík?!?
Lesið þessa frétt áður en þið lesið áfram.
Þessir blessuðu hjólreiðagarpar þurftu lögreglufylgd!
Ég skil það vel, þegar um "stórborg" eins og Reykjavík er talað um, vegna þess að það er fullkomlega ómögulegt að hjóla í þeirri borg án þess að leggja líf sitt og limi í stórhættu.
Það eru hvergi hjólastígar. Það er bannað að hjóla á gangstéttum. Umferðin er of klikkuð til að hjóla á götunum, hvað þá í lélegri vetrarfærð.
Þau sumur sem ég bjó í sollinum, vann ég í Gufunesi í Sorpu og Efnamóttökunni. Ég reyndi einu sinni að hjóla í vinnuna og komst að því að það var bara alls ekki hægt. Allar þessar slaufur og hlykkir í Elliðarárdalnum taka heila eilífð að hjóla, og það voru ekki neinir stígar eða undirgöng sem maður gat notað. Strætó var notaður eftir þetta.
Hérna í DK eru hjólastígar út um allt. Þú getur hjólað á milli bæja. Allsstaðar er tekið tillit til hjólreiðarmanna. Sumir eiga ekki einu sinni bíl (fyrir Íslending er það "váááá!") og hjóla um með barnið sitt í vagni sem hægt er að spenna aftan á hjólin. Sumir nota líka Kristjaníuhjólin (sjá mynd).
Ég hef ekki ennþá séð mislæg gatnamót í DK.
Árósar hafa jafn marg íbúa og allt Ísland.

Þannig að ég spyr: Afhverju er ekki hægt að hjóla frá Grafarvogi til Nauhólsvíkur án þess að hafa lögreglufylgd?

Engin ummæli: