Hið ástkæra og ylhýra
Stundum fer ég á netlurúnt. Ég kíki við hjá kunnuglegum netlurum og fer svo þaðan áfram á ókunnuga netlara. Maður les ýmislegt og skyggnist inn í líf margra, sem er unun fyrir Hr. Hnýsin í mér.
Ég skrapp á svona rúnt núna í morgun. Að sjálfögðu kíkti ég við hjá Hildigunni, tónskáldi og matgæðingi með meiru, og hlekkjaði hún á þessa síðu. Inni á "málbeininu" fann ég svo hlekk á þetta sprund. Hún skrifar ótrúlega vel að mínu mati. Hefur skemmtilegan orðaforða og beytir því ylhýra á hnittinn hátt. Tek mér það bessaleyfi (í minningu Bessa heitins) að birta hér sléttubönd eftir hana:
Mjúka holdsins freisting flý,
fráleitt drykkju stunda.
Brúka fræðin, aldrei í
enskutímum blunda.
13.9.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli