11.9.05

"Ég berst á fáki fráum..."
Í gær hjóluðum ég og Stina ca. 50 km. Við erum bara afar sátt með það.
Það var blíðskaparveður, hlýtt en ekki of heitt. Við hjóluðum að heiman um eitt leytið og vorum komin heim aftur um tuttuguogeitt leytið.
Fyrir þá sem þekkja til staðarhátta hérna, þá hjóluðum við til Studstrup og þaðan upp til Skødstrup (jújú, þar bjó ég fyrst eftir að hafa flutt til DK) og þaðan til Løgten. Frá Løgten fórum við niður að sjó, borðuðum frokost við vatnið, fórum svo í smá skógartúr og hjóluðum svo heim. Á heimleiðinni komum við við (já 2svar við...nú 3svar) í vetrarbaðklúbbnum og fengum okkur bað og sánu. Frábær endir á góðum hjólatúr...jú og svo snæddum við á Sct. Olufs. Amminamminamm.

Annars hef ég spennandi fréttir að segja ykkur...en þær má ég bíða örlítið með. En bara til að spara ykkur spurnirnar þá erum við ekki að fara að gifta okkur og Stina er ekki ólétt.

Engin ummæli: