23.9.05


"Þú ert bara Svíi!"
Í brúðkaupinu hjá Braga Þór, félaga mínum, og Christina var Gunnar H. Eyjólfsson veislustjóri. Honum fórst það ágætlega úr hendi, fyrir utan að hann mundi ekki nafn brúðarinnar, þegar hann tilkynnti að hún myndi halda ræðu. Hann sagði eitthvað allt annað nafn. En hvað um það. Hann sagði að þegar maður er í öðru landi en sínu heimalandi og maður væri farinn að dreyma á erlenda landsins tungu, þá væri langt náð í aðlögun að öðru landi.
Í nótt talaði ég á dönsku upp úr svefni. PISS!
Nú er bara að horfa á fréttirnar á ruv.is á hverjum degi og hlusta á Gest Einar í gegnum netið, því þetta gengur ekki!
Sem betur fer á ég íslenskt brennivín til að minna mig á ísa-kalt-land.

Úr útsæ rísa Íslands fjöll
með eld í hjarta, þakin mjöll
og brim við björg og sand. etc.

Engin ummæli: