30.9.05


Danskir dagar í Árósum
Þegar danir tala um "stegt flæsk og persillesovs" (steikt svínakjöt og steinseljusósu) fá þeir nostalgískan glampa í augun og hverfa aftur til barnæskunnar, þar sem þeir sátu í endalausu matarboði hjá einhverri frænkunni (tante) og fengu rétt eftir rétt eftir rétt...
Danir elska mat og það er hefð fyrir að borða mikið og lengi. Og drekka öl og snafs með. Svona er þetta ekki í dag hjá ungafólkinu, nema um jól. Þá eru jólahlaðborð, "julefrokost". Þar er etið og drukkið ótæpilega og yfirleitt endar það í vitleysu, t.d. með að halda allrækilega framhjá ektamaka sínum með ritaranum eða öðrum samstarfsaðila.
Ég bjó með einni stelpu sem sagði mér að þegar hún fer í heimsókn heim til foreldra sinna eða einhverrar frænkunnar, þá leiðir ein máltíð yfir í aðra, þ.a.e.s. morgunmatur teygist fram að hádegismat, hádegismatur fram að kaffi, kaffi fram til kvöldverðar og svo kvöldverður fram til kvöldkaffis. Og þetta var ekki lygi. Ég held reyndar að danir hafi fleiri matmálstíma en við íslendingar.

Um daginn fórum við, Stina og ég, í heimsókn til ömmu Stinu. Hún býr í Grenå, sem er einnig heimabær Stinu. Við komum kl.15. Þá var hún búin að baka tvennskonar sætabrauð. Það átum við og drukkum kaffi. Það leið ekki á löngu þangað til hún fór að tala um kvöldmat. Í kvöldmat snæddum við svo kjötbollur ("frikadellar") með agúrkusalati (fínar sultaðar agúrkuskífur), kartöflum og brúnni sósu. Afar ljúffengt. Ég og Stina náðum þó að stökkva út í smá göngutúr á milli máltíða. Svo fengum við aftur köku og kaffi í desert.
Við vorum vel södd þegar við tókum lestina heim.

En aftur að "stegt flæsk með persillesovs".
Í gær hjóluðum við, ég og Lars, út í vetrarbaðklúbbinn okkar (sjórinn er ennþá 15 gráður þannig að þetta flokkast varla undir vetrarbað), Jomsborg, og bleyttum aðeins í okkur. Sánan var einnig brúkuð.
Eftir buslið hjóluðum við svo til baka inn í bæ. Við ætluðum að finna okkur eitthvað að borða, áður við færum að sjá 2 kvikmyndir um nekrofili og sjálfsmorð, í kvikmyndaklúbbnum Slagtehal 3. Við hjóluðum framhjá veitingastaðnum Pinden, sem er í Skolegade. Þar er framreiddur danskur matur, upp á "gamla" mátann, og maður borðar af diskum eins og sést hér á myndinni til hægri. (Þetta er konunglegt danskt postulín, og er "musselmalet"...diskurinn kostar í kringum 700 dkr...litli anginn sem hangir niðraf blóminu í miðjunni á að vísa í átt að þér þegar þú borðar af diskinum. Eða svo sagði mér gamall maður sem sat á næsta borði. Kjötið á að vera næst þér á diskinum. Danir hafa greinilega klikkast af öllu þessu áti í gegnum tíðina) Við pöntuðum okkur "stegt flæsk með persillesovs"...ad libitum. Við átum! Og drukkum öl með.
Kjötið í sjálfu sér er ekkert sérstakt og sósan ekki heldur. En saman gera þau það gott.
Ég hafði það svo gott að mér lukkaðist að sofna yfir sjálfsmorðsmyndinni.
Nekrofilimyndin var afar fyndin.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

I would like to exchange links with your site stebbistud.blogspot.com
Is this possible?