2.9.05

1001-1002-1003-1004...
Í nótt var eitt það magnaðasta þrumuveður sem ég hef upplifað. Það voru stanslausar eldingar, og þá meina ég að það leið mest 10-15 sekúndur á milli eldinga. Svo ringdi sem helt væri úr fötu. Kannski hellti einhver úr fötu.

Ég var að lesa á mbl.is fréttina um strætóbílstjórann sem missti báðar lappirnar í bílsysi. Var að velta þessari senu fyrir mér:
Maður situr á götunni, með aðra löppina í fanginu. Fólk drífur að. Hann rekur fólkið í burtu til að hjálpa hinum. Hann langar í smók!
Stórfurðulegt.

Engin ummæli: