8.8.05Tvífarar
Ég vissi að ég þurfti að fá mér sterkari gleraugu. Ég vissi líka að ég þyrfti að nota gleraugu daglega. Ég vissi að gleraugun mín sem ég notaði við tölvuna og við skriftir, voru ekkert sérlega þægileg í lengdina.
Þannig að ég fór að kanna gleraugu hér í borg. Fljótlega fann ég "Brillebutiken", sem útleggst "Gleraugnabúðin" á því ylhýra. Ástæðan fyrir því að ég kíkti inn í þessa búð var sú að í glugganum var þessi líka feykistóra mynd, af afar myndarlegum manni, með ansi fín gleraugu, að mínu mati. Við nánari athugun voru þessi gleraugu ótrúlega létt og sniðug í hönnun. Þegar ég setti upp gleraugun í búðinni hrópaði afgreiðslukonan upp fyrir sig. Það var eins og myndarlegi maðurinn á myndinni í glugganum hefði gengið inn í búðina.
Ég keypti gleraugun.
Erum við ekki bara sætir?
p.s. gleraugun mín eru aðeins meira ferköntuð en þau á myndinni t.h.

Engin ummæli: