26.8.05

Nýr netlugerðarmaður
Mig langar til að kynna nýjan netlara, og bjóða hann velkominn í hóp okkar tónskálda sem netla. Tryggvi M. Baldvinsson heitir hann. Hér má lesa hans netl.
Fyrir þá sem hafa heyrt "Smjörra-Stuð" brandarann, þá er þetta höfundur hans.
Tryggvi var minn fyrsti tónsmíðakennari. Hann tók það erfiða verkefni að sér í 2 ár, það voru mín 2 fyrstu ár í Tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Hann stóð sig með prýði. Kenndi mér hluti sem ég bý enn að.
Í fyrsta tímann átti ég að taka með þá músík sem ég hafði samið. Ég hafði í rauninni ekki samið neitt af ráði, bara smá-lög. Hann tók vel í þetta sem ég hafði gert, en sagði að nú ætti ég að prófa eitthvað aðeins alvarlegra. Á þessum tíma hafði ég t.d. aldrei heyrt Vorblót Stravinskys, eitthvað sem öll tónskáld eiga að þekkja afturábak og áfram, og helst í mörgum tempóum, þannig að ég vissi ekki alveg hvað ég var að gera þarna. Langaði bara að læra mikið um músík og prófa að skrifa eitthvað, en vissi ekki hvað. Við fikruðum okkur í átt að einhverju sem enn er að þróast. Vonandi mun það halda áfram að þróast restina af mínu lífi.
Eitt af þeim "lögum" sem ég kom með í fyrsta tímann er aðalefnið í mínum nýjasta smelli, Hvil Sødt.

Lengi lifi kóngurinn í Muffinslandi!

Engin ummæli: