17.8.05


"Mér langar í..."
Um daginn þegar ég var staddur á gatnamótum hér í borg kom maður hjólandi á móti mér. Ég veitti því athygli að maðurinn sat uppréttur og hafði stýrið hátt uppi. Hjólið sem ég á er DBS Kilimanjaro fjallareiðhjól sem ég keypti af Þyri, þegar hún skipti yfir í dömureiðhjól. Það er verulega þungt og hefur breið dekk, eitthvað sem maður hefur ekki not fyrir á malbikuðum, snjólausum vegum Danmerkur. Svo er ég orðinn afar þreyttur á því að bogra svona þegar ég hjóla. Þannig að ég veitti hjóli mannsins sem kom á móti mér sérstaka eftirtekt þegar hann fór framhjá. Annað eins hafði ég aldrei séð! Mikið ótrúlega var þetta flott hönnun og ég hafði ekki hugmynd um hvaða merki þetta var. En eitthvað sagði mér að ég hafði séð svona hjól áður, í ákveðnu svæði af Árósum.
Þangað fór ég svo í dag. Og ég fann eina hjólabúð sem hafði svona hjól fyrir utan. Ég hoppaði inn og spurgði afgreiðslumanninn út í hjólið.
Hjólin eru kölluð Pedersen hjól. Það er hægt að kaupa þau í Kristianiu. Þau kosta marga marga peninga (c.a. 100.000, ísl.kr.).
Hér má lesa meira um Pedersen hjólin.
Ef þú átt marga marga peninga, og veist ekkert hvað þú hefur við þá að gera, þá láttu mig vita og við finnum út úr því.

Engin ummæli: