8.8.05

The Hitchhiker's Guide to the Galaxy
Eftir langan umhugsunartíma, c.a. 14 ár, hef ég hafið lesturinn á þessari bók. Meistari Hugi Þórðarson hafði lesið þessa bók þegar við kynntumst, sem pattar í Neskaupstað. Honum þótti hún ótrúlega fyndin. Ég hafði ekki þá hæfileika að geta lesið ensku, eins og nú, þannig að ég las ekki bókina þá.
Síðan þá hef ég ávallt kíkt á þessa bók í bókabúðum og hugsað "Er ég í stuði fyrir hana núna? Nei ætli það...hún er svo súr."
En um daginn lét ég slag standa og keypti hana án stúdentaafsláttar í bókabúð í Madrid, sem bauð upp á stúdentaafslátt fyrir nema með Isic-stúdentakort. Ég er með eitt slíkt.
Mér þykir þessi bók ekki eins fyndin og öðrum hefur þótt. Ég hef svona aðeins flissað yfir nokkrum atriðum, en ég hef alls ekki rekið upp rokur, grátið, átt erfitt með að ná andanum né fengið verk í magann af hlátri.
Ég var t.d. að lesa bókin "Down Under" e. Bill Bryson, og þótti hún mun fyndnari. Hlakka mikið til að komast í hinar bækurnar eftir hann.
Þó finns mér þessi setning úr bók þeirri sem ber titil þessarar færslu ótrúlega fyndin:
"Is there any tea on this spaceship?"

Engin ummæli: