11.8.05Frumsýning
Í gærkvöldi var svo frumsýningin á "Brottnáminu úr kvennabúrinu". Fínn flutningur í alla staði. Sólistarnir voru ansi góðir, hljómsveitin lítil og velspilandi og kórinn (4 söngvarar, Stina einn af þeim) sungu nánst ekki neitt. Stina hefur kvartað mikið í æfingatímabilinu að þau þurfi ekkert að gera og tíminn fari mest í að bíða. Ég hélt að þetta væri eitthvað svona prímadonnu stælar...en hún hafði fyllilega rétt fyrir sér. Þau sungu svo lítið að það er næstum ekki réttlætanlegt að hafa þau þarna. Þau báru líka einhverja leikmuni fram og til baka, en sviðið í Helsingør Leikhúsinu í Den Gamle By (Gamli bærinn) er alls ekki stórt, þannig að það voru ekki margir leikmunir.
Þrátt fyrir plásslítið svið þá var sviðsmyndin afar vel hönnuð. Það var einn gylltur kassi (stór) á miðju sviðinu, eins og herbergi, nema að það vantaði einn vegg á kassann. Svo var hægt að opna hina veggina í heild sinni. Svo voru litlir gluggar á herberginu sem hægt var að syngja í gegnum og kíkja. Það má segja að þetta hafi verið búr, kvennabúr. Búrinu gat maður svo keyrt fram og til baka á sviðinu og snúið. Afar sniðugt.
Leikhúsið var fullt sem þýðir að það voru c.a. 237 áheyrendur.
Eftir sýninguna var svo öllum söngvurum og fylgifiski þeirra boðið í mat. Góður matur og frábær vín. Ammi namm.

Engin ummæli: