25.8.05"Það er eins og maður hafið tuggið tjörupappa og étið mold!"
Þetta var lýsingin, sem félagi Hugi hafði á þeim ljúffenga drykk sem leikur um bragðlauka mína þessa stundina. Ég smakkaði dreitil hjá honum á sínum tíma, örugglega eftir eina af okkar fjölmörgu sundferðum, og hefur mig langað í flösku af þessum fjanda ansi lengi. Nú hef ég loksins keypt mér flösku. Þetta er ansi gott "stads"!
Hlakka til köldu vetrarkvöldanna með glas af þessu við hönd.

Getur maður náð í svona arineldsmyndband á netinu, til að hafa í tölvunni?

Engin ummæli: