25.8.05

Bumling
Ég og Stina höfum leitað töluvert að ljósakrónu til að hafa fyrir ofan stofu/matarborðið henna. Við höfum kíkt á flóamarkaði og skransölur, en ekkert gengið. Dag einn kíkti ég inn í eina af fjölmörgum búðum hér í bæ, sem selur notaða hluti (mest illa lyktandi föt af látnu fólki), og rennur ágóðinn til líknarmála. Datt í hug að einhver af öllum þessu látnu mönnum hefðu kannski á einhverja skemmtilega skyrtu eða jakka.
Ég kíkti á fötin og fann ekki neitt, annað en þessa típísku lykt sem er inni í þessum búðum. Það er eins og að allt þetta gamla og dána fólk er samankomið inni í þessum búðum, til að fylgjast með hver kaupir nú röndóttu buxurnar eða fölgula sumarjakkann, eða hvað það nú er sem þau áttu.
Svo varð mér litið inn í það afdrep sem afgreiðslukonurnar nota sem kaffistofu. Þar sá ég LJÓSAKRÓNUNA!
Ég spurði afgreiðsludömuna hvort þessi ljósakróna væri til sölu og svo var.
Ég spurði um verð.
Það reyndist vera 50,- dkr.
Ég held að þær hafi ekki áttað sig á hversu marga peninga þær hefðu getað grætt á þessari krónu. Ljósakrónan heitir Bumling og er hönnuð af svíanum Anders Pehrson, árið 1968. Maður getur keypt svona Bumling á þessari síðu...fyrir mun fleiri peninga en ég borgaði.
Ég keypti gripinn umhugsunarlaust.
Hann seldi sig sjálfur.

Ber er hver að baki nema sér Bumling eigi.

Engin ummæli: