13.8.05


Búdrýgindi
Í dag hef ég haldið mig á Rømø, og svo soldið á E45, sem er hraðbrautin upp og niður Jótland (og reyndar eitthvað áfram í gegnum Evrópu). Ég var að syngja í brúðkaupi ásamt 3 öðrum. Við sungum "En yndig og frydefuld sommertid" og "Here, there and everywhere". Seinna lagið í útsetningu undirritaðs. Gekk bara fínt.
Ég var svo í veislunni að spila "suppestegis", eins og danskurinn kallar það, en við köllum það bara "dinner"músík.
Gott að fá nokkra svarta aura...þeir "falla í þurran stað".
Rømø er ótrúlega falleg eyja rétt fyrir sunnan Esbjerg. Ströndin þar er ótrúlega stór, maður keyrt lengi lengi á ströndinni áður en maður kemur að sjónum. Mæli með henni ef þið eigið leið um Jótland. Rømø liggur 200 km. frá Árósum. Þannig að ég er búinn að keyra 400 km. í dag, á bílnum þeirra Róberts og Selmu, og er alveg úrvinda eftir daginn.
"Bed, here I come!"

Engin ummæli: