28.8.05


...& Þremill Þyrniber
Ég fór í skokktúr áðan, niður að sjó og upp í gegnum skóginn. Á leiðinni heim stoppaði ég við brómberjarunna og borðaði nokkur ber. Þau voru bara ansi góð sumhver.

26.8.05

Nýr netlugerðarmaður
Mig langar til að kynna nýjan netlara, og bjóða hann velkominn í hóp okkar tónskálda sem netla. Tryggvi M. Baldvinsson heitir hann. Hér má lesa hans netl.
Fyrir þá sem hafa heyrt "Smjörra-Stuð" brandarann, þá er þetta höfundur hans.
Tryggvi var minn fyrsti tónsmíðakennari. Hann tók það erfiða verkefni að sér í 2 ár, það voru mín 2 fyrstu ár í Tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Hann stóð sig með prýði. Kenndi mér hluti sem ég bý enn að.
Í fyrsta tímann átti ég að taka með þá músík sem ég hafði samið. Ég hafði í rauninni ekki samið neitt af ráði, bara smá-lög. Hann tók vel í þetta sem ég hafði gert, en sagði að nú ætti ég að prófa eitthvað aðeins alvarlegra. Á þessum tíma hafði ég t.d. aldrei heyrt Vorblót Stravinskys, eitthvað sem öll tónskáld eiga að þekkja afturábak og áfram, og helst í mörgum tempóum, þannig að ég vissi ekki alveg hvað ég var að gera þarna. Langaði bara að læra mikið um músík og prófa að skrifa eitthvað, en vissi ekki hvað. Við fikruðum okkur í átt að einhverju sem enn er að þróast. Vonandi mun það halda áfram að þróast restina af mínu lífi.
Eitt af þeim "lögum" sem ég kom með í fyrsta tímann er aðalefnið í mínum nýjasta smelli, Hvil Sødt.

Lengi lifi kóngurinn í Muffinslandi!

25.8.05

Bumling
Ég og Stina höfum leitað töluvert að ljósakrónu til að hafa fyrir ofan stofu/matarborðið henna. Við höfum kíkt á flóamarkaði og skransölur, en ekkert gengið. Dag einn kíkti ég inn í eina af fjölmörgum búðum hér í bæ, sem selur notaða hluti (mest illa lyktandi föt af látnu fólki), og rennur ágóðinn til líknarmála. Datt í hug að einhver af öllum þessu látnu mönnum hefðu kannski á einhverja skemmtilega skyrtu eða jakka.
Ég kíkti á fötin og fann ekki neitt, annað en þessa típísku lykt sem er inni í þessum búðum. Það er eins og að allt þetta gamla og dána fólk er samankomið inni í þessum búðum, til að fylgjast með hver kaupir nú röndóttu buxurnar eða fölgula sumarjakkann, eða hvað það nú er sem þau áttu.
Svo varð mér litið inn í það afdrep sem afgreiðslukonurnar nota sem kaffistofu. Þar sá ég LJÓSAKRÓNUNA!
Ég spurði afgreiðsludömuna hvort þessi ljósakróna væri til sölu og svo var.
Ég spurði um verð.
Það reyndist vera 50,- dkr.
Ég held að þær hafi ekki áttað sig á hversu marga peninga þær hefðu getað grætt á þessari krónu. Ljósakrónan heitir Bumling og er hönnuð af svíanum Anders Pehrson, árið 1968. Maður getur keypt svona Bumling á þessari síðu...fyrir mun fleiri peninga en ég borgaði.
Ég keypti gripinn umhugsunarlaust.
Hann seldi sig sjálfur.

Ber er hver að baki nema sér Bumling eigi.


"Það er eins og maður hafið tuggið tjörupappa og étið mold!"
Þetta var lýsingin, sem félagi Hugi hafði á þeim ljúffenga drykk sem leikur um bragðlauka mína þessa stundina. Ég smakkaði dreitil hjá honum á sínum tíma, örugglega eftir eina af okkar fjölmörgu sundferðum, og hefur mig langað í flösku af þessum fjanda ansi lengi. Nú hef ég loksins keypt mér flösku. Þetta er ansi gott "stads"!
Hlakka til köldu vetrarkvöldanna með glas af þessu við hönd.

Getur maður náð í svona arineldsmyndband á netinu, til að hafa í tölvunni?

23.8.05


Kántrýplatan
Ég las að Baggalútur hefur gefið út kántrýplötuna "Pabbi þarf að vinna". Það er ekkert sérlega oft sem mig langar í íslenskar plötur, en þessa langar mig í! Bara titlarnir einir eru fyndnir.
Þeir sem ekki hafa lesið samhverfurnar þeirra, geta séð þær hér.

Hugi hefur birt gönguferðasögu á síðunni sinni. Mæli eindregið með henni. Hló heilmikið við að lesa hana og fékk heimþrá.

21.8.05


Grófur húmor - Bannað innan 18 ára
Hver er munurinn á píku og Harboe dósabjór? (svar: sjá í "Ískalt mat")

17.8.05


"Mér langar í..."
Um daginn þegar ég var staddur á gatnamótum hér í borg kom maður hjólandi á móti mér. Ég veitti því athygli að maðurinn sat uppréttur og hafði stýrið hátt uppi. Hjólið sem ég á er DBS Kilimanjaro fjallareiðhjól sem ég keypti af Þyri, þegar hún skipti yfir í dömureiðhjól. Það er verulega þungt og hefur breið dekk, eitthvað sem maður hefur ekki not fyrir á malbikuðum, snjólausum vegum Danmerkur. Svo er ég orðinn afar þreyttur á því að bogra svona þegar ég hjóla. Þannig að ég veitti hjóli mannsins sem kom á móti mér sérstaka eftirtekt þegar hann fór framhjá. Annað eins hafði ég aldrei séð! Mikið ótrúlega var þetta flott hönnun og ég hafði ekki hugmynd um hvaða merki þetta var. En eitthvað sagði mér að ég hafði séð svona hjól áður, í ákveðnu svæði af Árósum.
Þangað fór ég svo í dag. Og ég fann eina hjólabúð sem hafði svona hjól fyrir utan. Ég hoppaði inn og spurgði afgreiðslumanninn út í hjólið.
Hjólin eru kölluð Pedersen hjól. Það er hægt að kaupa þau í Kristianiu. Þau kosta marga marga peninga (c.a. 100.000, ísl.kr.).
Hér má lesa meira um Pedersen hjólin.
Ef þú átt marga marga peninga, og veist ekkert hvað þú hefur við þá að gera, þá láttu mig vita og við finnum út úr því.

13.8.05


Búdrýgindi
Í dag hef ég haldið mig á Rømø, og svo soldið á E45, sem er hraðbrautin upp og niður Jótland (og reyndar eitthvað áfram í gegnum Evrópu). Ég var að syngja í brúðkaupi ásamt 3 öðrum. Við sungum "En yndig og frydefuld sommertid" og "Here, there and everywhere". Seinna lagið í útsetningu undirritaðs. Gekk bara fínt.
Ég var svo í veislunni að spila "suppestegis", eins og danskurinn kallar það, en við köllum það bara "dinner"músík.
Gott að fá nokkra svarta aura...þeir "falla í þurran stað".
Rømø er ótrúlega falleg eyja rétt fyrir sunnan Esbjerg. Ströndin þar er ótrúlega stór, maður keyrt lengi lengi á ströndinni áður en maður kemur að sjónum. Mæli með henni ef þið eigið leið um Jótland. Rømø liggur 200 km. frá Árósum. Þannig að ég er búinn að keyra 400 km. í dag, á bílnum þeirra Róberts og Selmu, og er alveg úrvinda eftir daginn.
"Bed, here I come!"

11.8.05HAHAHA!


Frumsýning
Í gærkvöldi var svo frumsýningin á "Brottnáminu úr kvennabúrinu". Fínn flutningur í alla staði. Sólistarnir voru ansi góðir, hljómsveitin lítil og velspilandi og kórinn (4 söngvarar, Stina einn af þeim) sungu nánst ekki neitt. Stina hefur kvartað mikið í æfingatímabilinu að þau þurfi ekkert að gera og tíminn fari mest í að bíða. Ég hélt að þetta væri eitthvað svona prímadonnu stælar...en hún hafði fyllilega rétt fyrir sér. Þau sungu svo lítið að það er næstum ekki réttlætanlegt að hafa þau þarna. Þau báru líka einhverja leikmuni fram og til baka, en sviðið í Helsingør Leikhúsinu í Den Gamle By (Gamli bærinn) er alls ekki stórt, þannig að það voru ekki margir leikmunir.
Þrátt fyrir plásslítið svið þá var sviðsmyndin afar vel hönnuð. Það var einn gylltur kassi (stór) á miðju sviðinu, eins og herbergi, nema að það vantaði einn vegg á kassann. Svo var hægt að opna hina veggina í heild sinni. Svo voru litlir gluggar á herberginu sem hægt var að syngja í gegnum og kíkja. Það má segja að þetta hafi verið búr, kvennabúr. Búrinu gat maður svo keyrt fram og til baka á sviðinu og snúið. Afar sniðugt.
Leikhúsið var fullt sem þýðir að það voru c.a. 237 áheyrendur.
Eftir sýninguna var svo öllum söngvurum og fylgifiski þeirra boðið í mat. Góður matur og frábær vín. Ammi namm.

8.8.05


Kærasta í kvennabúri
Kærastan mín er að syngja í "Brottnáminu úr kvennabúrinu" í Århus Sommeropera.
Hún er orðin ansi pirruð á að þurfa að syngja í gegnum þetta efni sem hún er með fyrir munninum og næstum kafna í því þegar hún dregur andann (sjá mynd, Stina er l.t.h.). Hún hefur þróað þá tækni að blása aðeins út áður en hún dregur andann. Þann 10.ágúst er frumsýning.
Myndin er tekin úr Århus Stiftstidende.


Tvífarar
Ég vissi að ég þurfti að fá mér sterkari gleraugu. Ég vissi líka að ég þyrfti að nota gleraugu daglega. Ég vissi að gleraugun mín sem ég notaði við tölvuna og við skriftir, voru ekkert sérlega þægileg í lengdina.
Þannig að ég fór að kanna gleraugu hér í borg. Fljótlega fann ég "Brillebutiken", sem útleggst "Gleraugnabúðin" á því ylhýra. Ástæðan fyrir því að ég kíkti inn í þessa búð var sú að í glugganum var þessi líka feykistóra mynd, af afar myndarlegum manni, með ansi fín gleraugu, að mínu mati. Við nánari athugun voru þessi gleraugu ótrúlega létt og sniðug í hönnun. Þegar ég setti upp gleraugun í búðinni hrópaði afgreiðslukonan upp fyrir sig. Það var eins og myndarlegi maðurinn á myndinni í glugganum hefði gengið inn í búðina.
Ég keypti gleraugun.
Erum við ekki bara sætir?
p.s. gleraugun mín eru aðeins meira ferköntuð en þau á myndinni t.h.
The Hitchhiker's Guide to the Galaxy
Eftir langan umhugsunartíma, c.a. 14 ár, hef ég hafið lesturinn á þessari bók. Meistari Hugi Þórðarson hafði lesið þessa bók þegar við kynntumst, sem pattar í Neskaupstað. Honum þótti hún ótrúlega fyndin. Ég hafði ekki þá hæfileika að geta lesið ensku, eins og nú, þannig að ég las ekki bókina þá.
Síðan þá hef ég ávallt kíkt á þessa bók í bókabúðum og hugsað "Er ég í stuði fyrir hana núna? Nei ætli það...hún er svo súr."
En um daginn lét ég slag standa og keypti hana án stúdentaafsláttar í bókabúð í Madrid, sem bauð upp á stúdentaafslátt fyrir nema með Isic-stúdentakort. Ég er með eitt slíkt.
Mér þykir þessi bók ekki eins fyndin og öðrum hefur þótt. Ég hef svona aðeins flissað yfir nokkrum atriðum, en ég hef alls ekki rekið upp rokur, grátið, átt erfitt með að ná andanum né fengið verk í magann af hlátri.
Ég var t.d. að lesa bókin "Down Under" e. Bill Bryson, og þótti hún mun fyndnari. Hlakka mikið til að komast í hinar bækurnar eftir hann.
Þó finns mér þessi setning úr bók þeirri sem ber titil þessarar færslu ótrúlega fyndin:
"Is there any tea on this spaceship?"

3.8.05

Framtíðin
Ég er ekki einn af þeim sem leggur plön fyrir næstu árin...mánuði...vikur...sjaldnast nokkra daga...legg aðallega plön um hvað ég ætla að fá mér næst að borða.
En í fyrradag hafði ég plan fyrir ansi langt tímabil. Fyrir allavega eitt ár.
Ég ætlaði nefnilega að skrá mig í orgelnám hjá Kirkjumúsíkskólanum hérna á Jótlandi. Þar get ég tekið svonefnt PO próf. Það er svona lítið orgelpróf sem gefur mér rétt til að vera organisti í litlum kirkjum. Í Árósum eru nokkrar svona PO stöður, þannig að þetta er ágætis nám sem gæti gefið salt í grautinn.
Svo ætlaði ég að hafa tónfræði námið samhliða.
Ég var búinn að fá alla bæklinga um PO námið og var farinn að spá í prógram fyrir inntökuprófið. Sá að skólaárið hjá þeim liggur frá janúar til desember og maður þarf að sækja um fyrir 1.sept.
Svo hringdi ég í gær í skólann með nokkrar spurningar varðandi námsskipan og námsmat (ansi mörg fög sem ég þyrfti ekki að taka, að mínu mati).
Þá segir daman að þau muni ekki hefja næsta skólaár fyrr en í ágúst 2006! Þau ætluðu núna að hoppa yfir eina önn svo þau gætu verið samferða öllum öðrum skólum.
Mín plön fyrir veturinn og komandi ár var sópað í ruslafötuna.
Þá verð ég bara að bíða með þetta. Kannski tek ég þetta þegar/ef við flytjum í höfuðstaðinn, næsta vetur.

Stundataflan mín fyrir þennan vetur í tónfræði hljómar á þessa leið:
Mán: Brugsklaver (píanónám fyrir tónfræðinema) 13-13.30.
Þri: Teori (tónfræði) 13-14

Hvorki meira né minna!