4.6.05

Daginn eftir...
Frumflutningurinn gekk bara vel. Kirkjan þétt setin og kórarnir og hljóðfæraleikararnir skiluðu sínu mjög vel.
Ghita kom hálftíma of seint (með ferjunni frá Kaupmannahöfn) og svo heyrðist ekkert í henni því hún kom ekki í hljóðprufuna. Launin hennar fyrir þessa frammistöðu voru meira en tvöföld mín laun, og ég er búinn að vinna í þessu verki í 5 og hálfan mánuð. Fullkomlega óásættanlegt! (flott orð :-) En fólk gekk samt ekki út á meðan mitt verk var flutt, en það gerði fólk á meðan hún stóð og las ljóðin hans HCA með tilþrifum...en fór forgörðum þar sem að einungis 1/3 af kirkjugestum voru áheyrendur.
Þá er bara að vinda sér í næstu tónsmíð, sem er seinna verkið sem var pantað af mér af Aros listasafninu (eða ensemblinu þar). Ætli það verði ekki verk fyrir harmoníku og sneriltrommu. Kannski maður setji svo einhverja hljóðfæraleikara og söngvara hist og her á allar hæðirnar. Surround verk :-) Hvur veit!

Mojn!

Engin ummæli: