25.6.05

Á Spáni er gott að djamma og djúsa...
Hola!
Fer til Spánar á morgun.
SKjáumst síðar,
adiós!

21.6.05

Sól og sumar
Undanfarna daga hef ég haldið mig til í skugganum með mína hvítu skanka. (Munið þið eftir slátraranum Hr. Skanka úr bókinni um Hr. Hávær?) Ég mun sennilega brenna upp til agna þarna á Spáni. Við erum nefnilega að fara þangað núna á sunnudagin. Hef heyrt að það sé í kringum 40 gráður í Madrid!

Já já...

Bless.

15.6.05

Systkinin mín...
...eru frábær!

10.6.05

Nokkrum dögum eftir...
Jæja gott fólk, þá er ég búinn að setja verkið sem var frumflutt um daginn, inn á hina síðuna mína, en þar sem ég vill ekki að þetta fari alveg inn á aðalsíðuna þá gef ég bara hlekkinn upp hérna. Þá veit ég nokkurn veginn hverjir koma til með að hlusta á "lagið" ;-) Ég mun taka verkið af síðunni eftir c.a. 1 mánuð.
SMELLIÐ á smellinn!
NB. þetta er generalprufan (sem lukkaðist betur en frumflutningurinn) þannig að það er örlítið talið (1-2-3-4-5) og míkrófónninn færður.
Aðgát skal höfð í nærveru Koda (sem er hið danska Stef).

4.6.05

Daginn eftir...
Frumflutningurinn gekk bara vel. Kirkjan þétt setin og kórarnir og hljóðfæraleikararnir skiluðu sínu mjög vel.
Ghita kom hálftíma of seint (með ferjunni frá Kaupmannahöfn) og svo heyrðist ekkert í henni því hún kom ekki í hljóðprufuna. Launin hennar fyrir þessa frammistöðu voru meira en tvöföld mín laun, og ég er búinn að vinna í þessu verki í 5 og hálfan mánuð. Fullkomlega óásættanlegt! (flott orð :-) En fólk gekk samt ekki út á meðan mitt verk var flutt, en það gerði fólk á meðan hún stóð og las ljóðin hans HCA með tilþrifum...en fór forgörðum þar sem að einungis 1/3 af kirkjugestum voru áheyrendur.
Þá er bara að vinda sér í næstu tónsmíð, sem er seinna verkið sem var pantað af mér af Aros listasafninu (eða ensemblinu þar). Ætli það verði ekki verk fyrir harmoníku og sneriltrommu. Kannski maður setji svo einhverja hljóðfæraleikara og söngvara hist og her á allar hæðirnar. Surround verk :-) Hvur veit!

Mojn!

2.6.05

Hvil sødt!

Hvil sødt!
Som var Du lagt i Dødens Skriin
Du min Erindrings Rose faur og fiin,
Du er ei Verdens meer, Du er kun min;
For Dig jeg synger, mine Taarer trille,
Natten er smuk, Natten er stille; —

Dødt! — Alt er dødt!

 Hvil sødt!
Hvert Barn i Ly af „Fader vor“,
Du Lidende, i Søvnen Sundhed groer,
Og Du som elsker, haaber, barnligt troer,
Gid ingen Drøm Dig ved Din Lykke skille;
Natten er smuk, Natten er stille; —

Dødt! — Alt er Dødt! —
-----------------------------

Salme

Som bladet der fra træet falder,
så er mit jordliv, ikke mer!
Jeg er beredt når du mig kalder,
Gud, du som helt mit hjerte ser,
ved al min brøst, hvad i mig bor,
og min fortrøstning dog så stor.

Gør smerten kort i min fovandling,
forund mig barnets hele mod,
du dømme tanke, dømme handling
i nåde kærlig, fadergod.
Ryst bort min angst! Kun dig jeg se!
I Jesu navn, din vilje ske!
-----------------------------

Þetta er textinn í nýjasta verkinu mínu ("Hvil sødt"). H.C. Andersen er skáldið.
Það á að frumflytja verkið í Dómkirkjunni í Árósum, lengstu kirkju Danmerkur, 93 m., á föstudaginn. M.a. á efnisskránni er músík eftir Hartman og svo mun Ghita Nørby lesa upp 2 ævintýri eftir. H.C.And.
Það voru prentaðir 1000 aðgöngumiðar (sem maður gat svo fengið frítt í nágrenni við kirkjuna) og það er búið að gefa alla miðana. Fólk þurfti að biðja um miðana, þannig að þetta eru miðar sem virka. Þannig að það má reikna með fullri dómkirkju á föstudagskvöldið. Verslanir í bænum munu líka hafa opið til miðnættis þannig að það verðu líf í bænum.
Ég er orðinn svolítið spenntur.