21.5.05

Kjöbenhavn!
Það var nú aldeilis "dejligt" að hjóla um stórborgina á rauðu tvístolnu borgarhjóli. Ég komst ansi langt á því.
Frumflutningurinn gekk bara ágætlega. Kórinn Staka söng eftir mig litla sykursæta útsetningu sem ég gerði handa þeim. Frábært framtak hjá ungum íslendingum í stórborginni. Guðný Einarsdóttir stjórnaði liðinu sem herforingi og hef ég aldrei séð hana eins flotta og á þessum tónleikum. Hún var afar kúl sem stjórnandi.
Partýið eftir tónleikana var líka bara fínt. Ég fór ekki í háttinn fyrr en kl.05.30 :-)

Framundan er svo frumflutningur á verkinu sem ég hef unnið að undanfarna mánuði, "Hvil sødt". Ansi viðamikið verk fyrir slatta af fólki.
Búinn að skila raddskrá og röddum (eins og Gunnsteinn vildi að við kölluðum þetta) til flytjendanna og stjórnandans. Þannig að nú liggur vinnan hjá öðrum.

Kvenkynnirinn í Evróvisjón er ÓTRÚLEGA pirrandi!

12.5.05

www.arason.net
Þá er ég loksins búin að fá mér svæði fyrir síðuna mína, sem auðvelt er að muna.
Hugi Þórðarson sagði að þetta hljómaði eins og slóð að heimasíðu fyrir stálsmiðju, og er það hárrétt hjá honum. Hver er svosem munurinn á stálsmíðum og tónsmíðum?
En allavega www.arason.net er mitt nýja svæði.
Ath. að það er komið fullt af raddskrám á svæðið!