28.4.05

Fyrir sunnudaginn
Hér í veldi dana vita allir hvað "Før søndagen" er. Ef það hefði ekki verið eitthvað sjónvarpstengt þá hefði ég sagt að það væri laugardagur. En "Før søndagen" er dagskrárliður á DR1 sem er sýndur rétt fyrir kl.18 á laugardögum. Í þessum lið eru sungnir 2 sálmar, af kór inni í kirkju, og svo er lesinn upp texti. Svona er þetta á hverjum laugardegi.
Kórinn minn var beðinn um að vera með í þessu prógrammi. Í gær og í dag höfum við verið í sjónvarpsupptökum í fallegri kirkju úti við Todbjerg. Það tekur um 1 klst. að keyra með strætó þangað út. Við erum með einsöngvara líka og svo syngur kórinn stundum "a capella" (án meðleiks) og svo er söfnuður sem syngur stundum með, Þetta þarf allt að ganga smurt því að einn sálmur þarf að takast upp í einni töku, ekkert hægt að klippa. Upptökumennirnir þurfa líka að læra sín spor þannig að það er MARGT sem getur klikkað.
Efnisskráin er upp á 20 sálma og eina mótettu.
Það þýðir að við verðum 10 sinnum í sjónvarpinu í sumar (í júlí).
Svo verður þetta endursýnt að ári.
Það er töluvert mikið.

Engin ummæli: