28.4.05

Fyrir sunnudaginn
Hér í veldi dana vita allir hvað "Før søndagen" er. Ef það hefði ekki verið eitthvað sjónvarpstengt þá hefði ég sagt að það væri laugardagur. En "Før søndagen" er dagskrárliður á DR1 sem er sýndur rétt fyrir kl.18 á laugardögum. Í þessum lið eru sungnir 2 sálmar, af kór inni í kirkju, og svo er lesinn upp texti. Svona er þetta á hverjum laugardegi.
Kórinn minn var beðinn um að vera með í þessu prógrammi. Í gær og í dag höfum við verið í sjónvarpsupptökum í fallegri kirkju úti við Todbjerg. Það tekur um 1 klst. að keyra með strætó þangað út. Við erum með einsöngvara líka og svo syngur kórinn stundum "a capella" (án meðleiks) og svo er söfnuður sem syngur stundum með, Þetta þarf allt að ganga smurt því að einn sálmur þarf að takast upp í einni töku, ekkert hægt að klippa. Upptökumennirnir þurfa líka að læra sín spor þannig að það er MARGT sem getur klikkað.
Efnisskráin er upp á 20 sálma og eina mótettu.
Það þýðir að við verðum 10 sinnum í sjónvarpinu í sumar (í júlí).
Svo verður þetta endursýnt að ári.
Það er töluvert mikið.

12.4.05

Áhugaverð síða
Svona á að hnýta skóreimarnar!

7.4.05

Súkkulaði og kanil í kjötsósuna
Hér er góð grein eftir Jónas Sen.

6.4.05

Staðreyndir lífsins
- Það er ómögulegt að sleikja á sér olnbogann.
- Krókódíll getur ekki stungið út úr sér tungunni.
- Hjarta rækju er í höfði hennar.
- Þegar þú hnerrar stöðvar hjarta þitt í millisekúndu.
- Samkvæmt rannsókn sem gerð var á 200.000 strútum á yfir 80 árum hefur enginn séð strút stinga höfði sínu í sandinn né gera tilraun til þess.
- Í Bandaríkjunum er ákæra hverjar 30 sekúndur.
- Það er efnislega ómögulegt fyrir svín að horfa upp í himininn.
- Meira en 50% fólks í heiminum hefur aldrei hringt eða tekið á móti símtali.
- Rottur og hestar geta ekki gubbað.
- Ef þú hnerrar of harkalega geturðu brotið rifbein. Ef þú reynir að bæla niður hnerra geturðu rifið æð í höfðinu á þér eða háls og dáið. Ef þú heldur augunum á þér opnum með afli geta þau dottið út.
- Rottur fjölga sér svo hratt að á 18 mánuðum geta tvær rottur haft yfir milljón erfingja.
- Að vera með heyrnatól í einungis einn klukkutíma sjöhundruðfaldar bakteríu í eyrunum á þér.
- 40% þess fólks sem koma í partí í húsinu þínu kíkja í lyfjaskápinn þinn.
- Tannlæknir fann upp rafmagnsstólinn.
- Kveikjarinn var fundinn upp á undan eldspítunni.
- 100% lottósigurvegara þyngjast.
- 35% fólks sem nota einkamálaauglýsingar til að koma á stefnumótum eru þegar gift.
- Kvak andar bergmálar ekki, og enginn veit af hverju.
- 23% af öllum bilunum á ljósritunarvélum má rekja til þess að fólk situr á ljósritunarvélum til að ljósrita á sér botninn.
- Á meðaltalsæviskeiði munt þú, á meðan þú sefur, borða 70 margs konar pöddur og 10 kóngulær.
- 160 bílar geta keyrt hlið við hlið á breiðasta veigi í heimi í Brasilíu.
- Flestir innihalda fiskhreistur.
- Þvag kattar glóir undir útfjólubláu ljósi.
- Kólibrífugl er léttari en bandarískt penní.
- Líkt og fingraför, eru tunguför hvers manns ólík.
- 90% þeirra sem lesa þetta munu reyna að sleikja á sér olnbogana.
Á Spáni er gott að djamma og djúsa...
Var að bóka eftirfarandi flug:

København(CPH), Denmark
26.06.2005 / 07:05
Madrid(MAD), Spain
26.06.2005 / 10:15
DM309

Madrid(MAD), Spain
15.07.2005 / 19:35
København(CPH), Denmark
15.07.2005 / 22:35
DM310

Olei! :-)