28.3.05

Gleðilega páska öllsömul!
Góð uppskrift að páskum:
1. á föstudaginn langa skal maður keyra frá Gern, þar sem maður er í fríi með allri fjölskyldu kærustunnar, til Árósa, sem er um 30 km. leið.
2. í Árósum skal maður syngja eina generalprufu og páskakonsert með rjómaverkunum Stabat Mater eftir Pergolesi og Requiem eftir Fauré (ég söng reyndar ekki í Stabat Mater þar sem það er fyrir sópran- og altsóló).
3. svo skal maður flýta sér aftur til Gern til að taka þátt í veisluhöldunum, því amman er áttræð.
4. en þegar heim er komið þá liggur kærastan veik uppi í rúmi, með ælupest. Greyið.
5. næsta morgun þá ert þú ekkert svo hress sjálfur.
6. þú kastar upp.
7. þú liggur uppi í rúmi, ásamt kærustunni, með hita (og samfarandi kulda) og gubbupest.
8. þetta endurtekið í 1.5 sólarhring.
Værs'go, páskar að hætti Stefáns og Stinu, 2005.

Rétt fyrir páska kom aldeilis heilmikill kippur í vorkomu. Það var bara reglulega hlýtt. En nú hefur vorið eitthvað aðeins hugsað sig um og haldið örlítið aftur af sér, en þó ekkert mikið. Þetta kemur jú allt saman. Frábær tími hérna í DK.

Engin ummæli: