24.2.05

City of Wienerbread
Þetta fer að verða svona heimsborganetla því þessa stundina er ég í kóngsins Kaupmannahöfn (eða Möggu). Þannig er mál með vexti að Stina er að fara í söngtíma í nýja óperuhúsið í dag (já hljómar kúl) til einhverjar "Skrige Skinke" og ég ákvað bara að fara með svona upp á djók. Hélt jafnvel að ég gæti hitt á Huga kallinn, en hann er víst að fara til Íslands, þannig að ég finn mér eitthvað annað til dundurs. Hef svo sem ekki mikinn tíma til að gera eitthvað sérstakt annað en kannski bara að rölta aðeins um.
Við tókum ferjuna frá Árósum í gær og var vægast sagt verulega slæmt í sjóinn. Ég er nú ekkert sérstaklega hraustur í svona tækjum sem hreyfst (öðrum en bíl og flugvél) t.d. get ég ekki farið í leiktæki í tívolíum því ég þoli það bara ekki. Verð grænn og gulur í framann og maginn ætlar að hoppa upp úr mér. En s.s. speed-ferjan (getur siglt á 85 km/hraða) tók miklar dýfur og lamdist sundur og saman. Ég sat sem kyrrastur og andaði djúpt og hallaði höfðinu aftur (eins og maður á að gera í svona aðstæðum). Stina tók þessu mun betur, enda hefur hún unnið í Disney World og þolir því svona læti ágætlega.
Sem lesa má komumst við lifandi úr þessu og mikið voðalega var gott að sitja í rútunni á leið til Kaupmannahafnar. Við vorum með makkakrílið þannig að við gátum séð mynd á leiðinni. Huggulegt.
En hápunktur ferðarinnar, enn sem komið er, var gamall kall sem sat fyrir aftan okkur í strætó. Hann kom inn í strætóinn um leið og við, og hann hafði stóran vindil í svona vindlingamunnstykki. Var með alskegg og húfu.
Þegar á strætóferðina leið þá kemur inn stúlka með afar stóran rass, í rauninni verulega stóran rass, í rauninni svo stóran rass að hann fyllti vel í sæti fyrir 2. Maður gat í rauninni ekki tekið eftir rassinum.
Skyndilega fer gamli kallinn að gefa frá sér baul og ýmis hljóð, sem leiðir út í að hann fer að tala við sjálfan sig og hann byrjar hverjar setningu á "Jeee...nooo..." (lesist með íslenskum framburði). Það er greinilegt að kallinn hefur einhvern að ræða við, þó svo hann sitji einsamall.
Á meðan að kallinn er að spjalla við sig þá stendur stúlkan upp og fer út.
Þegar stúlkan er komin út þá segir kallinn:
"Jeee...nooo...det var en stor numse der...en elefant numse...jeee...hmmm...en stor stor elefant numse...jeee....nooo...tror du på Gud?...nooo....jeeee....nej det gør jeg ikke...men hvis hun havde troet på Gud så ville hun måske ikke blivet født med sådan kæmpe en elefant numse...nooo...jeee..." og svona hélt þetta áfram restin af ferðinni.
Ég hélt ég myndi detta niður af stólnum af hlátri.

Engin ummæli: