20.2.05

"The City of Loeeve"
Vinur minn sagðist ekki kunna við alhæfingar, en honum fannst allir Frakkar vera óþolandi skítapakk.
Ég get ekki tekið undir þau orð, en mér finnst Parísarbúar vera svín. Þeir lifa í því sem þeir éta og skíta. Það angar af ólykt. En en þeir kunna að gera góðan mat!
Við eyddum 3.5 dögum í París í vikunni sem er að líða. Fengum gott tilboð á flug og hóteli og ákváðum bara að skella okkur. Gott að komast í burtu og upplifa eitthvað annað.
Stina talar frönsku og bjó einu sinni í París, þannig að ég fékk það hlutverk að vera læmingi. Tók reyndar nokkrum sinnum við kortalestrinum.
Við skoðuðum aðeins "Pompidú", kíktum á "Mon Martr" og snæddum þar frábærar kökur, kíktum aðeins á Notre Dame og heilsuðum upp á hringjarann, snæddum foi gras og "crem brúle" (vona samt að boðið þitt standi ennþá Hildigunnur!) og hugguðum ansi mikið.
Komum heim með osta, apertif og 2.5 kg af kaffi :-)

Nú er ég kominn með kvef. Langt síðan að ég hef farið í sjóinn og óþrifin í París hafa sennilega ekki lagst vel í nefið á mér. Sit því með makkakrílið uppi í rúmi og kúri inn á milli (það er jú best að ná svona óþverra úr sér með að sofa).

Er nánast búinn með Prélúdíuna að verkinu fyrir Dómkirkjuna. Tók bara einn mánuð...og nú er bara að nota annan mánuð til í sjálft verkið :-)

Ríkharður Örn fór ansi lofsamlegum orðum um "Livets Bro" í mogganum. Gaman. Þið getið farið inn á heimasíðuna mína, sem ég hlekkjaði á fyrir einhverjum dögum, og hlustað á verkið mitt á þessum diski.

Engin ummæli: