24.2.05

City of Wienerbread
Þetta fer að verða svona heimsborganetla því þessa stundina er ég í kóngsins Kaupmannahöfn (eða Möggu). Þannig er mál með vexti að Stina er að fara í söngtíma í nýja óperuhúsið í dag (já hljómar kúl) til einhverjar "Skrige Skinke" og ég ákvað bara að fara með svona upp á djók. Hélt jafnvel að ég gæti hitt á Huga kallinn, en hann er víst að fara til Íslands, þannig að ég finn mér eitthvað annað til dundurs. Hef svo sem ekki mikinn tíma til að gera eitthvað sérstakt annað en kannski bara að rölta aðeins um.
Við tókum ferjuna frá Árósum í gær og var vægast sagt verulega slæmt í sjóinn. Ég er nú ekkert sérstaklega hraustur í svona tækjum sem hreyfst (öðrum en bíl og flugvél) t.d. get ég ekki farið í leiktæki í tívolíum því ég þoli það bara ekki. Verð grænn og gulur í framann og maginn ætlar að hoppa upp úr mér. En s.s. speed-ferjan (getur siglt á 85 km/hraða) tók miklar dýfur og lamdist sundur og saman. Ég sat sem kyrrastur og andaði djúpt og hallaði höfðinu aftur (eins og maður á að gera í svona aðstæðum). Stina tók þessu mun betur, enda hefur hún unnið í Disney World og þolir því svona læti ágætlega.
Sem lesa má komumst við lifandi úr þessu og mikið voðalega var gott að sitja í rútunni á leið til Kaupmannahafnar. Við vorum með makkakrílið þannig að við gátum séð mynd á leiðinni. Huggulegt.
En hápunktur ferðarinnar, enn sem komið er, var gamall kall sem sat fyrir aftan okkur í strætó. Hann kom inn í strætóinn um leið og við, og hann hafði stóran vindil í svona vindlingamunnstykki. Var með alskegg og húfu.
Þegar á strætóferðina leið þá kemur inn stúlka með afar stóran rass, í rauninni verulega stóran rass, í rauninni svo stóran rass að hann fyllti vel í sæti fyrir 2. Maður gat í rauninni ekki tekið eftir rassinum.
Skyndilega fer gamli kallinn að gefa frá sér baul og ýmis hljóð, sem leiðir út í að hann fer að tala við sjálfan sig og hann byrjar hverjar setningu á "Jeee...nooo..." (lesist með íslenskum framburði). Það er greinilegt að kallinn hefur einhvern að ræða við, þó svo hann sitji einsamall.
Á meðan að kallinn er að spjalla við sig þá stendur stúlkan upp og fer út.
Þegar stúlkan er komin út þá segir kallinn:
"Jeee...nooo...det var en stor numse der...en elefant numse...jeee...hmmm...en stor stor elefant numse...jeee....nooo...tror du på Gud?...nooo....jeeee....nej det gør jeg ikke...men hvis hun havde troet på Gud så ville hun måske ikke blivet født med sådan kæmpe en elefant numse...nooo...jeee..." og svona hélt þetta áfram restin af ferðinni.
Ég hélt ég myndi detta niður af stólnum af hlátri.

20.2.05

"The City of Loeeve"
Vinur minn sagðist ekki kunna við alhæfingar, en honum fannst allir Frakkar vera óþolandi skítapakk.
Ég get ekki tekið undir þau orð, en mér finnst Parísarbúar vera svín. Þeir lifa í því sem þeir éta og skíta. Það angar af ólykt. En en þeir kunna að gera góðan mat!
Við eyddum 3.5 dögum í París í vikunni sem er að líða. Fengum gott tilboð á flug og hóteli og ákváðum bara að skella okkur. Gott að komast í burtu og upplifa eitthvað annað.
Stina talar frönsku og bjó einu sinni í París, þannig að ég fékk það hlutverk að vera læmingi. Tók reyndar nokkrum sinnum við kortalestrinum.
Við skoðuðum aðeins "Pompidú", kíktum á "Mon Martr" og snæddum þar frábærar kökur, kíktum aðeins á Notre Dame og heilsuðum upp á hringjarann, snæddum foi gras og "crem brúle" (vona samt að boðið þitt standi ennþá Hildigunnur!) og hugguðum ansi mikið.
Komum heim með osta, apertif og 2.5 kg af kaffi :-)

Nú er ég kominn með kvef. Langt síðan að ég hef farið í sjóinn og óþrifin í París hafa sennilega ekki lagst vel í nefið á mér. Sit því með makkakrílið uppi í rúmi og kúri inn á milli (það er jú best að ná svona óþverra úr sér með að sofa).

Er nánast búinn með Prélúdíuna að verkinu fyrir Dómkirkjuna. Tók bara einn mánuð...og nú er bara að nota annan mánuð til í sjálft verkið :-)

Ríkharður Örn fór ansi lofsamlegum orðum um "Livets Bro" í mogganum. Gaman. Þið getið farið inn á heimasíðuna mína, sem ég hlekkjaði á fyrir einhverjum dögum, og hlustað á verkið mitt á þessum diski.

12.2.05

"Que est ce vous voules"
Yfirskriftin er ein af fjölmörgum setningum sem ég mun ekki koma til með að skilja á næstu dögum. Ég er nefnilega að fara til París! Verð frá mán.-fim. og ég ætla að drekka mikið kaffi, borða osta og drekka rauðvín. Júbbí!

11.2.05

Afraksturinn
Hér getið þið svo séð hvernig umtöluð síða lítur út. Ég mun koma til með að breyta vefsvæðinu, en síðan mun líta svona út, svona fyrst um sinn.

9.2.05

"Þetta svokallaða inernet sem allir eru að tala um."
Nú er síðasti dagurinn í námskeiðinu. Shit hvað það er einfalt að gera heimasíðu...líka voðalega einfalt að búa til LJÓTA heimasíðu.
Ég er ekki ennþá búinn að fá mér vefsvæði, en ég læt ykkur vita, lesendur góðir, þegar það gerist.
Þannig að nú spyr ég, eins og Þóra Mart. spurði sína lesendur, hvað á ég að hafa sem slóð að síðunni minni?
www.stefanarason.is/.dk/.com
www.arason.is/.dk/.com
www.star.is/.dk/.com
www.st.arason.is/.dk/.com
www.farduirassgatfiflidthitt.is/.dk/.com
www.???

endilega komið með ykkar skoðun.

5.2.05

Dejlige Danmark
Ég lifi á danska kerfinu. Ég fæ dagpeninga. Þeir sem eru meðlimir í A-kassa geta fengið dagpeninga en þeir þurfa að vera líka að vera meðlimir í atvinnumiðlun. Ég er í FTF-A kassa og í AF (arbejds formedling).
Þegar maður hefur verið í ákveðinn tíma á dagpeningum þarf maður að gangsetjast (aktiveres). Ég hef nýlega verið gangsettur. Ég tek eitt tölvunámskeið í Dreamweaver, grunnnámskeið. Námskeiðið tekur 3 daga. Eftir það get ég haldið áfram að taka á móti dagpeningum.
Dejilega Danmark!