19.1.05

Verkir í Dómkirkjunni
Ég fékk pöntun um daginn. Pöntunin er frá Dómkirkjunni, eða öllu heldur frá Dómkirkju Kantornum sem er Carsten Seyer-Hansen. Verkið á að vera fyrir kantoriið (kórinn), drengjakórinn og litla hljóðfæragrúppu. Ég hef svo valið að bæta á listann litla orgelinu, sem er splunkunýtt og notast við uppfærslur á barokk músík (positiv kallast þessi orgel held ég), og svo STÓRA orgvélin.
STÓRA orgvélin er verulega stór. Stærsta vélin hér í DK. Yfir 100 raddir. Ótrúlega margir möguleikar þar. Til að vita hvaða möguleika orgvélin hefur yfir að ráða mun ég fá útsýnisferð í dag kl.15 og dómorganistinn, Anders Ribe, mun vera leiðsögumaður. Spennandi! Ég ætla að spyrja mikið um 32.fóta röddina :-) (það er veeeerulega djúp rödd)

Annars kom minn kæri bróðir með þá uppástungu að við færum saman á Queen tónleika í vor. Auglýsi því hér með eftir einhverjum styrktaraðila, svo ég geti líka keypt mér nýtt Finale nótnaskriftarforrit í tölvuna mína nýju. Þekkið þið kannski einhvern greifa sem hefði áhuga á að fá mig í vinnu við að semja músík handa honum?

Engin ummæli: