9.1.05

Jólatór
Var að koma frá Vejle, sem stendur við Vejle fjörð, afar fallegur bær og fallegt umhverfi. Þar vorum við í Universitetskórnum ásamt hljómsveit að flytja seinni hluta Jólaóratoríunnar eftir J(azzballett)S(kóla)B(áru)ach. Við sungum fyrstu 3 kantöturnar fyrir jól og vorum s.s. að syngja síðustu 3. Gekk vel og áfallalaust.
Ég er þreyttur.
Sybbinn.
Fékk mér viský á í rútunni á leiðinni heim. Það bjargaði heimferðinni alveg. Yfirleitt hafa rútubílstjórarnir kaldan bjór í bílnum sem þeir selja og græða á því nokkrar krónur, en þessi bílstjóri var ekkert á þeim buxunum að græða meira en sín laun. Við fengum engan bjór! Skandall! En þar sem að ég er Íslendingur og vanur því að þykkja aðeins í ölinu með sterkum drykkjum tók með mér vasapelann minn með tári af hinum gullnu veigum, viský. Gott í hálsinn.

Á fimmtudaginn er svo reception (móttaka...) á diskinum Livets Bro, sem inniheldur m.a. verk eftir undirritaðan. Vonandi fær diskurinn góðar móttökur.

Jæja, farinn í háttinn. Veit eiginlega ekki afhverju ég skrifaði þessa netlu...

Engin ummæli: