8.10.04

Tölvuleysi
Kæru lesendur
Þar sem að ég hef ekki möguleika á veftengingu í vinnuherberginu mínu, og þar sem að tölvan mín er þar niðurkomin, þá mun ég ekki vera sérlega virkur við netluskrif. Ég vona að úr þessu bætist þegar ég fæ mér "beranlega" tölvu. Þá mun ég fá mér veftengingu í híbýli mín.
Lifið heil.
Ykkar einlægur,
/stef.

p.s. mér urðu á þau herfilegu mistök að kalla kærustu mína fyrir unnustu í síðustu netlu. Biðst ég afsökunar á þeirri staðreyndarvillu og vil því ítreka að enn sem komið er er hún einvörðungu kærasta.

Engin ummæli: