18.10.04

Permanente
Fyrir ekki alls löngu gerðist ég meðlimur í Vikingeklubben Jomsborg. Klúbburinn hefur aðsetur hér í Árósum, nánar tiltekið í Den Permanente Badeanstalt í Risskov. Nú ert þú örugglega farin að velta fyrir þér hvað í ósköpunum starfið í klúbbnum gengur út á, en það er vetrarböðun í sjónum. Ég hef lengi haft þá löngun að prófa svona vetraböðun og lét ég verða af því nú í ár. Ég var ekki viss hvernig maður sótti um að vera meðlimur og hvernig þessu væri nú háttað þannig að þetta dróst um nokkur tímabil hjá mér. Í morgun tók ég svo mín fyrstu sundtök í sjónum á þessu tímabili sem stendur fram til 7.maí 2005.
Fyrir þá sem ekki hafa séð svæðið eða vita út á hvað þetta gengur þá ætla ég að lýsa þessu örlítið.
Þegar maður gerist meðlimur þá fær maður lykilkort sem veitir manni aðgang að svæðinu. "Svæðið" er alveg upp við skóginn Risskov og hefur maður útsýni að skóginum, yfir Mols og Árósa og svo út á haf. Þegar maður er kominn inn þá eru tvær bryggjur sitthvoru megin við litla strönd. Á sumrin er opið fyrir almenning en á veturna hefur klúbburinn aðsetur þarna við aðra bryggjuna. Báðar bryggjurnar eru svo afgirtar með búningaklefum og saunum.
Það sem maður svo gerir er að maður dýfir sér berrassaður í sjóinn og tekur nokkur sundtök ef maður vill og fer svo í saunu. Þetta gerir maður svo til skiptis eins oft og maður vill. Það er skilyrði að maður komi blautur inn í saununa. Það er ekkert heitt vatn á svæðinu nema kannski í handvöskum á salerninu.
Svæðinu er ekki kynskipt.
Ég fór með Lars, fyrrv.sambýlismanni mínum úr Vesterport. Hann var einnig að prófa þetta í fyrsta skipti. Við urðum mjög hrifnir af þessu. Manni líður mjög vel í kroppnum sem keppist við að spýta blóði af fullum krafti um líkamann restin af deginum.

Um helgina var ég á suður Jótlandi í 85 ára afmælisveislu ömmu hennar Stinu (kærustu minnar). Veislan var haldin í Søstjernen. Þetta var bara eins og að koma í mat til mömmu. Kjöt, brúnaðar kartöflur og brún sósa. Svo voru tartalettur í forrétt og ísfjöll í eftirrétt (stór íshaugur með súkkulaðisósu og rjóma utan á...ég fékk mér 3svar :-). Ég held ég borði bara grænmeti og ávexti þessa vikuna...

9.10.04

Nota ferdina
Thar sem ad eg er staddur i konsinu og hef ekkert vid timann ad gera i ca. 15 min tha nyti eg ferdina og netla sma.

I gær spiladi hid feykivinsæla duo Schmidt/Arason i glerblásaríi (glaspusteri) her i Århus fyrir gesti og gangandi. Nottin var helgud menningu og tvi vorum vid fengin til ad syngja og spila nokkur løg. Temad var ljos i nottinni (lys i natten) og var bláseríid skreytt med lømpum ymiskonar sem blásararnir høfdu gert i tilefni nóttarinnar. Musikin fell i godan jardveg. Inni var heitt en uti var kalt.

I kvøld er svo fyrirhugad ad sja og heyra kammeroperuna "Inside your mouth sucking the sun" eftir skolabrodur minn Niels Rønsholdt (sja hlekk undir Tonlist). Hlakka til. Lesid endilega meira um thetta a sidunni hans.

A morgun: ammæli i Grenå city.

8.10.04

Tölvuleysi
Kæru lesendur
Þar sem að ég hef ekki möguleika á veftengingu í vinnuherberginu mínu, og þar sem að tölvan mín er þar niðurkomin, þá mun ég ekki vera sérlega virkur við netluskrif. Ég vona að úr þessu bætist þegar ég fæ mér "beranlega" tölvu. Þá mun ég fá mér veftengingu í híbýli mín.
Lifið heil.
Ykkar einlægur,
/stef.

p.s. mér urðu á þau herfilegu mistök að kalla kærustu mína fyrir unnustu í síðustu netlu. Biðst ég afsökunar á þeirri staðreyndarvillu og vil því ítreka að enn sem komið er er hún einvörðungu kærasta.