21.9.04

Pláss
Einhvernveginn virðist allt leysast hjá mér þessa dagana. Ekki að mitt líf hafi verið fullt af vandamálum; það er meira sem að það sem ég vil að gerist, það gerist!
T.d. ætla ég að flytja til unnustu minnar. Þá þarf að finna leigjanda í herbergið og ég þarf að finna mér vinnuherbergi. Þetta tvennt bara "poppaði" upp í lúkurnar á mér. Ljúft. Og allt var það að tilstuðlan þess að maður þekkir mann. Mitte sem ég bý með á vinkonu sem hætti með kærastanum sínum og hefur engan stað að búa á. Fínt, hún fær herbergið. Ég þarf ekki að borga tvöfalda leigu eða slíkt. Svo var það þannig að ég spurði leigusala unnustu minnar hvort hún vissi um eitthvað vinnuherbergi. Hún vissi um einn í sama húsi sem hafði laust herbergi. Það var of dýrt, en mamma hans leigði víst út mjög ódýrt herbergi sem gæti hentað mér. Það svona líka smellpassar mér, bæði líkamlega og fjárhagslega.

Fór annars á tónleika með Graduale Nobili. Heyrði frumflutning á Vesper eftir ™Bald. (Tryggvi M. Baldvinsson). Þær eru hörkugóðar! Verkið skíterfitt en þær héldu ótrauðar áfram þrátt fyrir mikla ófærð.

Engin ummæli: