12.6.04

Venjur
Ég átti samtal við félaga úr Sf.Heklu áðan og varð það til að smá hugsun fór í gang í litla kollinum mínum.

Siggi: "Sigúrdur"
Stefán: "Blessaður Siggi! Stefán heiti ég. Er ég að vekja þig?"
Siggi: "Neihei! Ég er sko búinn að slá garðinn og reita frá blómunum!"
Stefán: "Það er aldeilis harkan hjá ykkur fjölskyldu mönnunum"
Siggi: "Ég er nú bara að ljúga. En maður er nú ekkert að hanga í rúminu lengur en til 8, svona í sumartímanum."
Stefán: "Já það er rétt...
(smá Intermezzo sökum úrhellis. Ég elska þau. Algjölt steypibað í nokkrar mínútur og svo sól aftur. Manni líður bara eins og í útlöndum...)
Stefán: "...er rétt, maður á ekkert að hanga í bælinu lengur en nauðsynlegt er. Hvað er verið að brasa?"
Siggi: "Ég er bara að kíkja aðeins á netið."
Stefán: "Ertu að skoða klám?"
Siggi: "Nei ertu bilaður! Svona snemma dags!?! Ég skoða aldrei klám fyrripart dags."

Þetta litla brot úr samtali okkar olli mér smá truflun frá að hugsa um ekki neitt. Afhverju hefur Sigurður ekki áhuga á að skoða klám fyrripart dags, svona úr því hann gerir það annars (eins og nánast hver einasti karlmaður sem hefur aðgang að interneti)? Er ég bara svona brenglaður og úrkynjaður eftir sumarstörf í Sorpu, þar sem dagurinn hófst á því að ég fékk mér kaffibolla og blaðaði í gegnum Hustler, eða ennþá betra hinn danska gæðaklámsnepill Cats, að finnast það skrýtið að skoða bara klám seinnipartinn? Eru það menn eins og Sigurður sem geta bara borðað Cheerios (eða Kátínur eins og einhver þýddi það) að morgni dags? Eru það sömu menn sem hafa ákveðna daga til að stunda kynlíf með bólfélaga sínum? Er það svona fólk sem hefur alltaf það sama í jólamatinn, getur ýtt aftur á "play" þegar diskurinn er búinn, hefur ekki gaman af að sjá finnska bíómynd (bara af því að hún er á finnsku), fer í sumarfrí til Costa del Sol og finnst það vera hápunktur ferðarinnar kvöldið sem grísaveislan var, eða finnst allur annar bjór en Carlsberg "vera svolítið skrýtinn", eða fer alltaf á klósettið kl.12.17?
Ef þú, lesandi kær, fattar hvað ég er að meina og finnst það vera skrýtið hvað við getum eytt lífinu eftir föstum brautum, líttu þá í eigin barm.
Ég mæli með því að prófa að bursta tennurnar afturábak.

Engin ummæli: