17.6.04

Þjóðhátíðardagur
"Hæ hó jibbíjei og jibbíbei, það er kominn sautjándi júní!"

Eins og venjan er þá rignir á þjóðhátíðardegi Íslendinga, þó svo þeir séu í Danmörku. Lítið er um hátíðahöld hérna. Allavega er mér ekki kunnugt um þau. En til að bæta úr því þá mun skólin minn, Det Jyske Musikkonservatorium, halda mér veislu í dag. Ég er nefnilega að útskrifast úr skólanum núna á eftir. Fyrst verður einhver athöfn í stórasalnum, rektor blaðrar og einhverjir flytja músík, svo fæ ég skjalið mitt. Þar á eftir er "reception" í mötuneytinu. Allt þetta mér til heiðurs...jú og hinum sem að útskrifast.

Gleðilega þjóðhátíð!

Engin ummæli: