8.6.04

Gjöf
Með póstinum í dag kom brúnt umslag með einhverju hörðu í. Á pakkann var mitt nafn skrifað. Ég þekkti skriftina. Þetta var frá henni systu. "Hvað skildi hún nú vera að senda mér?", hugsaði ég með mér. "Ég á ekki afmæli strax og það eru nokkrir mánuðir í blessuð jólin...hvað skildi þetta vera?". Í pakkanum var geisladiskur, diskur sem ég myndi ALDREI kaupa mér sjálfur. Frábært! Alltaf gaman að fá eitthvað sem kemur manni á óvart. Nú hljóma "The Beach Boys" af disknum "Pet Sounds" í græjunum mínum. Takk Svanhvít!

Engin ummæli: