27.5.04

Óðríkur algaula
Var að koma úr söngprófi. Ég var ekki prófaður heldur kennarinn minn, sem er söngnemandi í konsinu. Þetta gekk bara ágætlega hjá okkur held ég. Númerið mitt var aría Papageno úr Töfraflautunni. Hann syngur sennilega fleiri, en þessi er nr.20. Ég var látinn hoppa um og láta öllum illum látum á meðan ég söng undurfagurt um hinn síkáta og gra...uuu já... fuglafangara. Hann þarf á kvenmanni að halda blessaður. Gott að hann fann Papagenu.

Ekki er nóg með að ég var að gaula í þessu prófi, heldur eru tónleikar, einkatónleikar, með kórnum mínum á eftir. Einhver læknaráðstefna pantaði eitt stykki tónleika í Dómkirkjunni okkar með kórnum mínum. Veldi á þessum læknum! Þetta er ekkert ódýrt dæmi. Pogramið samanstendur af verk(j)um eftir Tage og Svend Nielsen, Per Nørgård, Max Reger, Einojuhani Rautavaara og mig sjálfan. Næturvísurnar mínar verða sungnar (enn eina ferðina :-) og í þetta skiptið mun 3.útgáfan af síðasta kaflanum verða prófuð...gaman að semja svona lifandi verk.

Engin ummæli: