23.5.04

Og hvað svo?
Þá er mínu lokaprófi í tónsmíðum aflokið. Þetta var reyndar jafnframt EINA próf í tónsmíðum sem ég hef tekið...UM ÆVINA! Mjög næs þannig séð. Ég undibjó smá kynningu á 2 verkum, sem fór reyndar alveg í vaskinn því ég hafði gert vitleysu á einu blaðinu sem ég hafði útskýringar á, þannig að tíminn fór í að leiðrétta það, þó aðallega af hálfu prófdómarans, sem var Hans Abrahamsen. Þetta gekk þó allt saman og Karl Aage endaði með að segja að það eina sem ég má vænta er umsöng og staðfesting á að ég hafi náð. Júbbííí! Ég er orðið ríkismenntað tónskáld. :-) Unser Herrzen hilfe!

Síðustu dagar hafa því farið í að ná sér niður eftir þetta þrekvirki og komast í samband við sjálfan sig.
Framundan eru einhverjir tímar, en ekkert brjálað, og svo bara SUMAR! Mamma og pabbi ætla að koma hingað út svo ég er farinn að hlakka til þess heilmikið. Þau verða með bíl þannig að nú verður rúntað í rólegheitum með settið um danska grundu og margt skoðað; Skagen, Den tilsandede Kirke, Råbjerg Mile, Ebeltoft, Den Gamle By, Ribe, Legoland, Himmelbjerget, Ejer Baunehøj, Botanisk Have, Århus, Skødstrup (ekkert sérstakt nema í mínum augun ;-) Mols og nokkrir Molbúar, máské verður keyrt niður að landamærum, eða á Fjón að skoða eitthvað skemmtislegt. Gaman gaman gaman. Sumar, hér kem ég!

Verð annars að nefna að æfingin á gítarskissunum sem ég skrifaði tókst svona líka vel. Kom mér svakalega á óvart hversu frábært tónskáld ég er! :-) Martin spilaði líka hörku vel.

Engin ummæli: