13.5.04

Im wunderschönen Monat Mai
Þegar kollegar mínir eru farnir að kalla mig aumingja þá læt ég nú í mér heyra! :-)

Ekki hægt að segja annað en að vorið sé "dejligt" hérna í DK. Hitinn temmilegur (ekki of heitt né kalt), trén skrýdd fagurskærgrænum blöðum og sumhver blómstra hvítu og bleiku.

Í morgun sat ég á þaksvölunum okkar og snæddi morgunmatinn minn. Síðasta sunnudag sat ég allan daginn og samdi úti á sömu svölum, ber að ofan og varð sólbrenndur. Ég er svo heppinn á hafa fengið þetta herbergi sem ég bý í. Ekki stórt herbergi, en fólkið hérna er fínt, húsakynni eru góð (stórt bað, stór stofa og gott eldhús) og þessar svalir eru hreint æði!

Á þriðjudaginn fer ég í lokapróf í tónsmíðum. Ekki að hægt sé að meta það í einhverju prófi hvort ég sé gott eða slæmt tónskáld...það getur víst enginn nema útaf fyrir sig... , en þeir vilja svona tékka mig áður en mér verður hleypt út í heiminn. Ég mun blaðra um sjálfan mig og tvö verk mín. En fyrst vilja þeir sjá hvort ég geti átt í samskiptum við hljóðfæraleikara. Þau verk sem eru í flutningi hjá mér þessa stundina eru fyrir svo stóra hópa að ómögulegt hefði verið að smala þeim í þetta próf. Þannig að ég fór í að skrifa gítarmúsík handa Martin, sem stjórnaði Morrk. Hörku gítaristi og næs gutti. Viljugur í að spila, og vill endilega fá eitthvað frá mér. Það sem ég skrifa núna handa honum eru svona drög/hugmyndir að verki handa honum. Ef mér tekst að koma einhverju af viti út úr mér við hann og einnig um mig við dómnefndina þá verð ég ríkismenntað tónskáld!
Þessa dagana er ég að plana hvernig eigi að fagna þessum merka viðburði. Meira um það síðar. En hægt er að segja að ef þau plön ganga eftir þá mun ég verða á faraldsfæti í næstum allt sumar. Því get ég fagnað með góðu JÍBBBÍÍÍÍ !!!

Jæja, áfram með gítarverki...

Engin ummæli: