24.5.04

"...og svo spýta!
Í dag fór ég til tannlæknis. Ég er hjá frábærum tannlækni. Tannlæknirinn minn er kvenkyns. Það er mikið atriði að tannlæknarnir í mínu lífi séu kvenkyns. Ég hef haft 3 karlkyns tannlækna, allir ágætir, en kann betur við þessar tvær tannlæknakvennverur. Þannig að Sjaram, Óli tann og Pálmi, þið eruð allir ágætir...en þær eru bara betri.
T.d. þá segir minn danski tannlæknir, Marianne, að ég hafi engar holur í hvert skipti sem ég kem til hennar. Frábært! Nú geng ég um með nýpússaðar tennur og smæla framan í heiminn með góðri samvisku.

Jæja, best að reyna að púsla saman þessum 25 bútum af einhverju verki eftir Schuman sem Lasse teorikennari var svo sætur í sér að klippa í sundur.

p.s. ég fattaði aldrei þegar ég var lítill hvað þessi "spýta" var að gera í lokin á laginu (sjá titil). Ég var líka bara lítill, vitlaus og feitur krakki (varð að skrifa þetta því annars hefði Daníel bróðir skirfað það ;-)

Engin ummæli: