27.5.04

Óðríkur algaula
Var að koma úr söngprófi. Ég var ekki prófaður heldur kennarinn minn, sem er söngnemandi í konsinu. Þetta gekk bara ágætlega hjá okkur held ég. Númerið mitt var aría Papageno úr Töfraflautunni. Hann syngur sennilega fleiri, en þessi er nr.20. Ég var látinn hoppa um og láta öllum illum látum á meðan ég söng undurfagurt um hinn síkáta og gra...uuu já... fuglafangara. Hann þarf á kvenmanni að halda blessaður. Gott að hann fann Papagenu.

Ekki er nóg með að ég var að gaula í þessu prófi, heldur eru tónleikar, einkatónleikar, með kórnum mínum á eftir. Einhver læknaráðstefna pantaði eitt stykki tónleika í Dómkirkjunni okkar með kórnum mínum. Veldi á þessum læknum! Þetta er ekkert ódýrt dæmi. Pogramið samanstendur af verk(j)um eftir Tage og Svend Nielsen, Per Nørgård, Max Reger, Einojuhani Rautavaara og mig sjálfan. Næturvísurnar mínar verða sungnar (enn eina ferðina :-) og í þetta skiptið mun 3.útgáfan af síðasta kaflanum verða prófuð...gaman að semja svona lifandi verk.

25.5.04

Voff voff, barf barf, bow wow etc.
rowlf jpeg
You are Rowlf.
You are a loner, and love classical music, You can
play the piano without opposable thumbs. Then
again, you are just a Muppet.

ALSO KNOWN AS:
Ol' Brown Ears
HOBBIES:
Piano playing, punning, fetching.

QUOTE:
"My bark is worse than my bite, and my piano
playing beats 'em both."

FAVORITE MOVIE:
"The Dogfather"

FAVORITE COMPOSER:
Poochini

FAVORITE SONG:
"I've Never Harmed An Onion, So Why Should
They Make Me Cry?"


What Muppet are you?
brought to you by Quizilla

24.5.04

"...og svo spýta!
Í dag fór ég til tannlæknis. Ég er hjá frábærum tannlækni. Tannlæknirinn minn er kvenkyns. Það er mikið atriði að tannlæknarnir í mínu lífi séu kvenkyns. Ég hef haft 3 karlkyns tannlækna, allir ágætir, en kann betur við þessar tvær tannlæknakvennverur. Þannig að Sjaram, Óli tann og Pálmi, þið eruð allir ágætir...en þær eru bara betri.
T.d. þá segir minn danski tannlæknir, Marianne, að ég hafi engar holur í hvert skipti sem ég kem til hennar. Frábært! Nú geng ég um með nýpússaðar tennur og smæla framan í heiminn með góðri samvisku.

Jæja, best að reyna að púsla saman þessum 25 bútum af einhverju verki eftir Schuman sem Lasse teorikennari var svo sætur í sér að klippa í sundur.

p.s. ég fattaði aldrei þegar ég var lítill hvað þessi "spýta" var að gera í lokin á laginu (sjá titil). Ég var líka bara lítill, vitlaus og feitur krakki (varð að skrifa þetta því annars hefði Daníel bróðir skirfað það ;-)

23.5.04

Ó nei!


Take the Dead German Composer Test!...ég hef aldrei skrifað sinfóníu...hann skrifaði 120!!!
Og hvað svo?
Þá er mínu lokaprófi í tónsmíðum aflokið. Þetta var reyndar jafnframt EINA próf í tónsmíðum sem ég hef tekið...UM ÆVINA! Mjög næs þannig séð. Ég undibjó smá kynningu á 2 verkum, sem fór reyndar alveg í vaskinn því ég hafði gert vitleysu á einu blaðinu sem ég hafði útskýringar á, þannig að tíminn fór í að leiðrétta það, þó aðallega af hálfu prófdómarans, sem var Hans Abrahamsen. Þetta gekk þó allt saman og Karl Aage endaði með að segja að það eina sem ég má vænta er umsöng og staðfesting á að ég hafi náð. Júbbííí! Ég er orðið ríkismenntað tónskáld. :-) Unser Herrzen hilfe!

Síðustu dagar hafa því farið í að ná sér niður eftir þetta þrekvirki og komast í samband við sjálfan sig.
Framundan eru einhverjir tímar, en ekkert brjálað, og svo bara SUMAR! Mamma og pabbi ætla að koma hingað út svo ég er farinn að hlakka til þess heilmikið. Þau verða með bíl þannig að nú verður rúntað í rólegheitum með settið um danska grundu og margt skoðað; Skagen, Den tilsandede Kirke, Råbjerg Mile, Ebeltoft, Den Gamle By, Ribe, Legoland, Himmelbjerget, Ejer Baunehøj, Botanisk Have, Århus, Skødstrup (ekkert sérstakt nema í mínum augun ;-) Mols og nokkrir Molbúar, máské verður keyrt niður að landamærum, eða á Fjón að skoða eitthvað skemmtislegt. Gaman gaman gaman. Sumar, hér kem ég!

Verð annars að nefna að æfingin á gítarskissunum sem ég skrifaði tókst svona líka vel. Kom mér svakalega á óvart hversu frábært tónskáld ég er! :-) Martin spilaði líka hörku vel.

13.5.04

Im wunderschönen Monat Mai
Þegar kollegar mínir eru farnir að kalla mig aumingja þá læt ég nú í mér heyra! :-)

Ekki hægt að segja annað en að vorið sé "dejligt" hérna í DK. Hitinn temmilegur (ekki of heitt né kalt), trén skrýdd fagurskærgrænum blöðum og sumhver blómstra hvítu og bleiku.

Í morgun sat ég á þaksvölunum okkar og snæddi morgunmatinn minn. Síðasta sunnudag sat ég allan daginn og samdi úti á sömu svölum, ber að ofan og varð sólbrenndur. Ég er svo heppinn á hafa fengið þetta herbergi sem ég bý í. Ekki stórt herbergi, en fólkið hérna er fínt, húsakynni eru góð (stórt bað, stór stofa og gott eldhús) og þessar svalir eru hreint æði!

Á þriðjudaginn fer ég í lokapróf í tónsmíðum. Ekki að hægt sé að meta það í einhverju prófi hvort ég sé gott eða slæmt tónskáld...það getur víst enginn nema útaf fyrir sig... , en þeir vilja svona tékka mig áður en mér verður hleypt út í heiminn. Ég mun blaðra um sjálfan mig og tvö verk mín. En fyrst vilja þeir sjá hvort ég geti átt í samskiptum við hljóðfæraleikara. Þau verk sem eru í flutningi hjá mér þessa stundina eru fyrir svo stóra hópa að ómögulegt hefði verið að smala þeim í þetta próf. Þannig að ég fór í að skrifa gítarmúsík handa Martin, sem stjórnaði Morrk. Hörku gítaristi og næs gutti. Viljugur í að spila, og vill endilega fá eitthvað frá mér. Það sem ég skrifa núna handa honum eru svona drög/hugmyndir að verki handa honum. Ef mér tekst að koma einhverju af viti út úr mér við hann og einnig um mig við dómnefndina þá verð ég ríkismenntað tónskáld!
Þessa dagana er ég að plana hvernig eigi að fagna þessum merka viðburði. Meira um það síðar. En hægt er að segja að ef þau plön ganga eftir þá mun ég verða á faraldsfæti í næstum allt sumar. Því get ég fagnað með góðu JÍBBBÍÍÍÍ !!!

Jæja, áfram með gítarverki...