Sól, sól, skín á mig!
Nú er þetta að skána. Rigningin orðin hlý (þegar hún er) og sólin farin að verma þess á milli. Dejligt.
Nú er það mesta yfirstaðið sem á döfinni var. Seminar, tónleikar, mótettuskrif, páskar; allt gekk þetta yfir.
Hef ekkert að segja. Hlakka til að komast á fótboltaæfingu í dag! Ég sakna þín líka Össi ;-)
Annars var ég beðinn um daginn að skrifa fyrir slagverk, gítar og rödd. Toppklassa spilarar á ferð. Spennó. Þarf nú að finna spennandi texta...veit bara ekki á hvaða máli né hvar ég á að byrja að leita. Er óskaplega lítill bókmenntakall. Maður ætti kannski bara að nota símanúmer úr símabókinni? Eða búa til bullmál? "Morí karka, imbimb úmri e kalíja. Snork ú farkí smússke." Hvur veit, hvur veit...
27.4.04
19.4.04
10.4.04
Píslarsaga Krists
Undanfarin vika hefur farið í að æfa og flytja Jóhannesarpassíuna eftir meistara J.S. Bach. Tja...kannski ekki alveg öll vikan, en stór partur af henni. Á fimtudaginn var æfing allan daginn og svo var æfing á föstudaginn (langa) fram að tónleikum og svo konsert. Allt fór þetta fram í Sct.Pauls kirkju og var flutningurinn bara ansi ágætur. Reyndar boðaði Evangelistinn (sögumaðurinn) forföll daginn fyrir tónleikana þannig að nýr var fundinn. Reyndar þurfti tvo til að fylla skarðs hins veika; einn sem sögumaður og annar til að syngja aríurnar.
Þess ber að geta að sellórokkarinn Hanna Loftsdóttir spilaði í hljómsveitinni (Ensamble Zimmerman) og rokkaði feitt. Hún var ein í sinni rödd. Gaman að heyra hversu góð hún er orðin. Svo kom hennar elsk-Hugi með þannig að margt var um góða vini. Gaman.
Framundan er svo heilmikil törn. Seminar í skólanum um listfræði, tónsmíðatími, hreinvinna á raddskrá, ein mótetta þarf að vera klár úr mínum höndum þann 20. apríl og svona fleira og fleira...manni leiðist allavega ekki!
Annars vildi ég bara óska ykkur gleðilegrar páskahátíðar!
Undanfarin vika hefur farið í að æfa og flytja Jóhannesarpassíuna eftir meistara J.S. Bach. Tja...kannski ekki alveg öll vikan, en stór partur af henni. Á fimtudaginn var æfing allan daginn og svo var æfing á föstudaginn (langa) fram að tónleikum og svo konsert. Allt fór þetta fram í Sct.Pauls kirkju og var flutningurinn bara ansi ágætur. Reyndar boðaði Evangelistinn (sögumaðurinn) forföll daginn fyrir tónleikana þannig að nýr var fundinn. Reyndar þurfti tvo til að fylla skarðs hins veika; einn sem sögumaður og annar til að syngja aríurnar.
Þess ber að geta að sellórokkarinn Hanna Loftsdóttir spilaði í hljómsveitinni (Ensamble Zimmerman) og rokkaði feitt. Hún var ein í sinni rödd. Gaman að heyra hversu góð hún er orðin. Svo kom hennar elsk-Hugi með þannig að margt var um góða vini. Gaman.
Framundan er svo heilmikil törn. Seminar í skólanum um listfræði, tónsmíðatími, hreinvinna á raddskrá, ein mótetta þarf að vera klár úr mínum höndum þann 20. apríl og svona fleira og fleira...manni leiðist allavega ekki!
Annars vildi ég bara óska ykkur gleðilegrar páskahátíðar!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)