27.4.04

Sól, sól, skín á mig!
Nú er þetta að skána. Rigningin orðin hlý (þegar hún er) og sólin farin að verma þess á milli. Dejligt.

Nú er það mesta yfirstaðið sem á döfinni var. Seminar, tónleikar, mótettuskrif, páskar; allt gekk þetta yfir.

Hef ekkert að segja. Hlakka til að komast á fótboltaæfingu í dag! Ég sakna þín líka Össi ;-)

Annars var ég beðinn um daginn að skrifa fyrir slagverk, gítar og rödd. Toppklassa spilarar á ferð. Spennó. Þarf nú að finna spennandi texta...veit bara ekki á hvaða máli né hvar ég á að byrja að leita. Er óskaplega lítill bókmenntakall. Maður ætti kannski bara að nota símanúmer úr símabókinni? Eða búa til bullmál? "Morí karka, imbimb úmri e kalíja. Snork ú farkí smússke." Hvur veit, hvur veit...

19.4.04

Það rignir...

10.4.04

Píslarsaga Krists
Undanfarin vika hefur farið í að æfa og flytja Jóhannesarpassíuna eftir meistara J.S. Bach. Tja...kannski ekki alveg öll vikan, en stór partur af henni. Á fimtudaginn var æfing allan daginn og svo var æfing á föstudaginn (langa) fram að tónleikum og svo konsert. Allt fór þetta fram í Sct.Pauls kirkju og var flutningurinn bara ansi ágætur. Reyndar boðaði Evangelistinn (sögumaðurinn) forföll daginn fyrir tónleikana þannig að nýr var fundinn. Reyndar þurfti tvo til að fylla skarðs hins veika; einn sem sögumaður og annar til að syngja aríurnar.
Þess ber að geta að sellórokkarinn Hanna Loftsdóttir spilaði í hljómsveitinni (Ensamble Zimmerman) og rokkaði feitt. Hún var ein í sinni rödd. Gaman að heyra hversu góð hún er orðin. Svo kom hennar elsk-Hugi með þannig að margt var um góða vini. Gaman.

Framundan er svo heilmikil törn. Seminar í skólanum um listfræði, tónsmíðatími, hreinvinna á raddskrá, ein mótetta þarf að vera klár úr mínum höndum þann 20. apríl og svona fleira og fleira...manni leiðist allavega ekki!

Annars vildi ég bara óska ykkur gleðilegrar páskahátíðar!