8.2.04

Tintin
Í gær (lau.) fór ég á heimildarmyndina "Tintin et moi" eftir Anders Østergaard. Myndin var sýnd í Øst for paradis, sem er svona bíó sem sýnir allskonar myndir, ekki bara Hollywood metsölu/léttfroðumyndir. Virkilega fín mynd. Tinni ferðaðist út um allan heim, en Hergé sat heima og teiknaði. Ótrúlegt hvað hann sökkti sér í nákvæmnis vinnu. Svo er líka heilmikil pólitík í Tinnabókunum sem maður vissi ekki um. Mæli eindregið með myndinni, hvort sem um er að ræða Tinna aðdáanda eður ei.
Ég las aldrei Tinnabækurnar sem krakki. Nennti því ekki. Fannst þær svo fjarlægar, en samt of raunverulegar. Las frekar myndabækur á við Goðheimar og Fjögur fræknu. Las samt í rauninni ekkert mikið af myndabókum. Ekki einu sinni Andrés.
Til að halda upp á góða mynd, þá fór ég á McDonalds til að snæða kvöldmat (ef mat skildi kalla). Langaði svo að prófa þennan nýja hamborgara,Big Tasty. Mikið var hann ekki góður. Mæli ekki með honum, hvort sem um er að ræða svín eður ei.

Engin ummæli: