2.2.04

Fluttur
Á föstudaginn flutti ég niður í miðbæ. Húrra, ég er kominn í póstnúmer 8000! (101 okkar Árósarbúa). Kominn með hillur og skáp úr IKEA og nokkra kassa sem liggja á gólfinu og bíða eftir að verða "uppteknir". Einnig er ég búinn að leggja "skeiðvellinum" í geymsluna og fá lánað rúm frá Ragnari Páli og Arnlaugu.
Herbergið er í svokölluðu bofællesskab (sambýli). Sambýlingarnir eru vænstu grey. Allir danir (greyin) og það mun örugglega taka þau nokkurn tíma þar til þau fatta húmorinn minn...held meira að segja að einn þeirra, leigusalinn minn, muni aldrei fatta hann. Hann er á leið til USA þannig að hann þarf ekki að kveljast lengi.
Hér hef ég ubegrænset internet, þvottavél og þurrkara, afnot af DVD og sjónvarpi, ágætis eldhús, PÍANÓ!, þaksvalir sem fúnkera vel í sólinni á sumrin, stóra stofu með borðstofuborði, allt innifalið í leigunni. Ágætis kostur.
En það sem kemur mér mest á óvart er að vatnið hérna er MIKLU betra heldur en uppi á hæðinni (þar sem Vilh.Bergsøesvej liggur). Merkilegt. Hér þarf ég allavega ekki að sýja það, eins og ég þurfti að gera með Brita könnunni góðu. Kaffið er meira að segja fínt úr þessu vatni.
Þeir sem þurfa að fá nákvæma adressu, geta sent mér tölvupóst.

Engin ummæli: