30.1.04

Svar
Þar sem enginn hefur gefið svar um fúguna góðu, en ég fékk aftur á móti mjög fint svar um DNA og RNA, þá ætla ég að uppljóstra úr hvaða stykki þetta er. Verkið heitir Variations on Theme by Frank Bridge, Op10, og ef eftir B. "okkar" Britten. Fyrir ykkur nerðlana sem lesið þetta þá mæli ég eindragið með að heyra þessa sérstæðu fúgu.

Á miðvikudaginn fór ég á Ævintýri Hoffmanns (eftir Offenbach, samin 1881) hérna í músíkhúsinu. LEIÐINLEG ópera! Plottið var EKKERT, hvorki fyndið né dramatískt. Söngvarar og hljómsveit stóðu sig þokkalega, þannig að þetta var ekki þeim að kenna hversu leiðinleg óperan var. Músíkin var svona la-la músík sem maður leggur ekkert svakalega mikið eyrun við, hún bara er þarna: "Æ já, við þurfum víst líka tónlist svo söngvararnir geti komið þessu FRÁBÆRA librettói (texti óperunnar) á framfæri" hafa þeir örugglega hugsað á sínum tíma. Það voru í mestalagi 2 "aríur" sem rifu mann upp úr algjörum leiða í hálfgerðan leiða og þ.a.m var hin fræga "Báta/gondóla-aría" (hórurnar eru að fara úr hóruhúsinu, sem er staðsett í Feneyjum, og hóran sem Hoffmann elskar syngur dúett við aðra). Sviðsetningin var ekkert æði og búningarnir voru hefðbundnir (fínir galakjólar í bland við smókinga og leðurfrakka). Þeim tókst ekki einu sinni að gera hóruhúsasenuna spennandi. Ég man þegar ég heyrði Cosi fan tutti heima í óperunni þá voru allavega búningarnir eftirminnilegir (sönkonurnar voru í bíkíní allan tímann!).
Geng út frá að næsta ópera sem ég heyri, Under Himlen eftir minn fyrrv. kennara Bent Sørensen, verði mun áhugaverðari. Það á að frumflytja hana í Kongelige Teater þann 15.marz og við (tónskáldadeildin hérna í Árósum) fáum að koma frítt á general-generalprufu. Bíð spenntur.

Engin ummæli: