18.1.04

Skid og ingenting!
Í gær fórum við Þyri í Kvickly og fjárfestum í nótum. Það hljómar svolítið furðulega fyrir þá sem þekkja til í dönskum súpermarkaðaheimi. Kvickly er eins konar Hagkaup. Ekki eins fínt og Føtex (Nýkaups lignende) né heldur eins ódýrt og Netto (Bónus lignende). En s.s. við keyptum okkur nótur í Kvickly og ekki nóg með það heldur var þetta líka hlægilegt verð! Ég keypti mér alla píanótónlist eftir Beethoven á 199 d.kr. og alla píanótónlist eftir Grieg og Brahms á 198 d.kr! FÁRÁNLEGT! Bækurnar eru reyndar gefnar út af Könemann (þessi sem hefur það að markmiðið að framleiða ódýrari nótur en það kostar að ljósrita aðrar útgáfur) en mér er sama. Gott til að nota í greiningar og til að glamra á síðkvöldum. Reifarakaup.

Ég er að fara á óperu á eftir. Krakkarnir í skólanum eru að setja upp óperu eftir Benjamin Britten. Þetta er gamanópera (opera buffo) í 3.þáttum við texta eftir Eric Crozier. Var frumsýnd á sínum tíma í Glyndebourne árið 1947. Og nú kemur spurning dagsins (svör berist í "athugasemdarkerfið" hér að neðan): Hvað heitir óperan, hvert er nafn aðalpersónunnar og hvernig myndi nafn aðalpersónunnar áðurnefndu útleggjast á íslensku?

Engin ummæli: