23.1.04

Óhemju löngun í veraldlegt drasl!
Ef einhver veit um svona c.a. 319 þús.kr. sem hann veit ekki hvað á að gera við, þá get ég alveg komið að liði. Mig langar nefnilega í nýja tölvu, PowerBook G4,17" SuperDrive. Þá vitið þið það...

Vill annars benda á ansi skemmtilegan penna, Jónas Sen, sem ég er búinn að bæta við í HversDags listann minn. Sótsvartur húmor í bland við ýmsan fróðleik og kvikindisskap. Maður sem liggur ekki á sínum skoðunum. Fær þó ekki alveg fullt hús þar sem síðan hans er einstaklega ljót, fölfjólublá með laxableikuívafi, en það er víst innihaldið "som bliver".

Ég óska Tryggva til hamingju með tónlistarverðlaunin og góða frammistöðu í hinni sívinsælu tónlistargetraun minni (sjá netlu 18.01.04).
Næsta spurning er eftirfarandi:
Hver samdi annan píanókonsert sinn árið 1957 og hverjum var hann tileinkaður? Konsertinn er í þremur köflum, er í F-dúr og hefur opus númerið 102.

Engin ummæli: